Enska B-deildarfélagið Birmingham City staðfesti í gær að írski varnarmaðurinn Kevin Long væri farinn frá félaginu og búinn að semja við kanadíska félagið Toronto.
Long, sem er 33 ára gamall, kom til Birmingham frá Burnley á síðasta ári.
Hann var á mála hjá Burnley í fjórtán ár frá 2009 til 2023 þar sem hann lék 91 leik og skoraði 4 mörk.
John Eustace fékk hann til Birmingham í janúar á síðasta ári en var látinn fara í október og tók Wayne Rooney við keflinu. Þar fékk hann ekki mörg tækifæri til að spreyta sig.
Long var að glíma við meiðsli aftan í kálfa en þegar hann snéri aftur var búið að reka Rooney og Tony Mowbray mættur við stjórnvölinn.
Írski miðvörðurinn vann sér aftur sæti í liðinu og byrjaði síðustu fjóra leikina áður en Birmingham samþykkti að selja hann til Toronto í MLS-deildinni.
Long á 17 landsleiki fyrir Írland og 1 mark en hann spilaði síðasta landsleik fyrir fjórum árum í markalausu jafntefli gegn Búlgaríu.
Trading in his Blues for the Reds ????
— Toronto FC (@TorontoFC) February 20, 2024
Toronto FC acquire defender Kevin Long from @BCFC
#TFCLive
Athugasemdir