Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 21. mars 2020 15:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Birkir ekki með slitið krossband eins og óttast var
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Birkir Stefánsson, markvörður Þórs á Akureyri, er ekki með slitið krossband.

„Ég heyrði að Aron hefði að öllum líkindum slitið krossband," sagði Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpsþætti sínum Dr. Football í gær.

Fótbolti.net heyrði í Aroni í dag og spurði hann út í stöðuna.

„Það leit þannig út fyrst (að ég væri með slitið krossband) en eftir að hafa talað við Gauta Laxdal (lækni) var það ekki raunin," sagði Aron við Fótbolta.net í dag.

Kom þá eitthvað annað í ljós þegar hnéð var skoðað?

„Það var erfitt að sjá nákvæmlega á myndinni sem var tekinn útaf vökva. Gauti sagði að ég væri með tognað innra liðband og það væri líka beinmar í hnénu."

Hvernig gerðist það að þú fékkst þessi meiðsli?

„Þetta gerðist á æfingu, ég festist í grasinu og sneri upp á hnéð."

Ertu búinn að fá einhver fyrirmæli frá Gauta varðandi næstu skref?

„Já ég átti að byrja gera styrkjandi æfingar og sjá svo hvernig það verður næstu vikur."

„Ef staðan er góð þá held ég bara áfram að vinna í hnénu en ef ég er ekkert að batna á næstu vikum hitti ég hann aftur og þá verður ákveðið hvað verður gert næst,"
sagði Aron að lokum.
Athugasemdir
banner
banner