Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
   mán 21. apríl 2025 20:58
Ívan Guðjón Baldursson
England: Forest aftur upp í þriðja sæti þökk sé Sels
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Tottenham 1 - 2 Nottingham Forest
0-1 Elliot Anderson ('5 )
0-2 Chris Wood ('16 )
1-2 Richarlison ('87)

Tottenham tók á móti Nottingham Forest í hörkuslag í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og komust gestirnir frá Nottingham í tveggja marka forystu snemma leiks.

Elliot Anderson skoraði fyrst eftir slakan varnarleik í kjölfar hornspyrnu, með skoti sem Guglielmo Vicario hefði mögulega getað varið, áður en Chris Wood tvöfaldaði forystuna með skalla eftir fyrirgjöf frá Anthony Elanga. Aftur var hægt að setja stórt spurningarmerki við Vicario sem óð af marklínunni án þess að eiga möguleika á að ná boltanum.

Tottenham var sterkari aðilinn í leiknum en tókst ekki að setja boltann í netið. Matz Sels átti stórleik á milli stanga Forest þar sem hann varði hvert skotið fætur öðru, þar til Richarlison tókst loks að skora eftir laglega fyrirgjöf frá Pedro Porro. Richarlison gerði mjög vel að skalla boltann í netið eftir að Sels hafði varið svipaðan skalla frá honum skömmu áður.

Richarlison skoraði þetta mark á 87. mínútu og reyndu heimamenn að ná sér í jöfnunarmark en án árangurs.

Lærisveinar Postecoglou eru afar óheppnir að tapa þessum leik þar sem markverðirnir gerðu gæfumuninn. Tottenham átti 21 marktilraun í leiknum gegn 4 hjá Forest.

Þetta er afar dýrmætur sigur fyrir Forest sem klifrar aftur upp í 3. sæti deildarinnar þegar fimm umferðir eru eftir. Forest er þar í harðri baráttu við Newcastle, Manchester City, Chelsea og Aston Villa um þrjú síðustu sætin fyrir Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Tottenham siglir áfram lygnan sjó í neðri hluta deildarinnar, með 37 stig eftir 33 umferðir. Lærisveinar Postecoglou væru í ótrúlega óvæntri fallbaráttu ef ekki fyrir botnliðin þrjú sem hafa verið ömurleg allt tímabilið.

Tottenham ætlar að setja allt púður í undanúrslit Evrópudeildarinnar þar sem liðið mætir Bodö/Glimt um næstu mánaðamót.

Nuno Espirito Santo þjálfari Forest var skælbrosandi að leikslokum eftir að hafa stýrt lærisveinum sínum til sigurs gegn fyrrum vinnuveitendunum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 34 25 7 2 80 32 +48 82
2 Arsenal 34 18 13 3 63 29 +34 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 34 19 5 10 65 44 +21 62
5 Chelsea 34 17 9 8 59 40 +19 60
6 Nott. Forest 34 18 6 10 53 41 +12 60
7 Aston Villa 34 16 9 9 54 49 +5 57
8 Fulham 34 14 9 11 50 46 +4 51
9 Brighton 34 13 12 9 56 55 +1 51
10 Bournemouth 34 13 11 10 53 41 +12 50
11 Brentford 34 14 7 13 58 50 +8 49
12 Crystal Palace 34 11 12 11 43 47 -4 45
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Man Utd 34 10 9 15 39 47 -8 39
15 Everton 34 8 14 12 34 41 -7 38
16 Tottenham 34 11 4 19 62 56 +6 37
17 West Ham 34 9 9 16 39 58 -19 36
18 Ipswich Town 34 4 9 21 33 74 -41 21
19 Leicester 34 4 6 24 27 76 -49 18
20 Southampton 34 2 5 27 25 80 -55 11
Athugasemdir
banner