Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
   mán 21. apríl 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lewandowski missir af stórleikjum vegna meiðsla
Mynd: EPA
Robert Lewandowski, framherji Barcelona, verður fjarverandi næstu vikurnar vegna meiðsla sem hann hlaut í leik liðsins gegn Celta Vigo um helgina.

Hann meiddist aftan í læri og er talið að hann verði frá í tæpan mánuð.

Það þýðir að hann missir af fyrri undanúrslitaleiknum gegn Inter í Meistaradeildinni og úrslitaleik spænska bikarsins gegn Real Madrid.

Þetta er mikið áfall fyrir Barcelona en pólski sóknarmaðurinn hefur verið sjóðandi heitur og skorað 40 mörk í 48 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner