Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mán 21. apríl 2025 22:14
Ívan Guðjón Baldursson
Postecoglou: Spiluðum ótrúlega flottan bolta
Mynd: EPA
Ange Postecoglou þjálfari Tottenham var svekktur eftir tap á heimavelli gegn Nottingham Forest fyrr í kvöld.

Tottenham fékk tvö ódýr mörk á sig á fyrsta stundarfjórðungi leiksins og komst ekki til baka þrátt fyrir gífurlega mikinn sóknarþunga. Lokatölur urðu 1-2 eftir að Richarlison minnkaði muninn á 87. mínútu.

„Þetta er enn eitt svekkjandi tap hjá okkur þar sem við erum okkar versti óvinur. Við áttum aldrei að tapa þessum leik, við bara gáfum þeim tvö alltof auðveld mörk. Við áttum ekki skilið að tapa miðað við hvernig leikurinn spilaðist," sagði Postecoglou. „Það er ekki hægt að neita því að við spiluðum frábæran fótbolta í þessum leik. Við sköpuðum urmul færa og hleyptum þeim ekki út úr eigin vítateig en boltinn fór bara ekki í netið fyrr en alltof seint.

„Það var ótrúlega svekkjandi að fá þessi tvö mörk á okkur þarna í upphafi, þetta er eitthvað sem við höfum verið að gera allt tímabilið - að gefa mörk. Þetta er enn einn leikurinn sem við hefðum átt að sigra en í staðinn þá töpuðum við. Við áttum ekki að byrja leikinn svona illa en leikmenn voru að fá mikilvægar mínútur eftir endurkomu úr meiðslum og við náðum að hvíla aðra lykilmenn fyrir komandi átök."


Tottenham siglir lygnan sjó í úrvalsdeildinni en er komið í undanúrslit Evrópudeildarinnar, þar sem spútnik lið Bodö/Glimt frá Noregi kíkir í heimsókn til London um mánaðamótin.

„Við höfum tapað alltof mörgum leikjum og þurfum að laga nokkur atriði til að byrja að ná árangri. Við spiluðum ótrúlega flottan bolta í kvöld og vorum óheppnir að sigra ekki.

„Aðalatriðið fyrir okkur er Evrópudeildin. Við viljum passa að allir lykilmenn liðsins verði klárir í slaginn fyrir úrslitaleikina sem eru framundan."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner