fim 21. maí 2020 19:45
Brynjar Ingi Erluson
Tottenham ætlar að sekta Aurier í þriðja sinn
Serge Aurier er oft til vandræða
Serge Aurier er oft til vandræða
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur ætlar að sekja Serge Aurier, leikmann liðsins, fyrir að brjóta samkomubannsreglur í þriðja sinn á stuttum tíma en þetta er haft eftir ensku blöðunum í dag.

Þessi 27 ára gamli hægri bakvörður birti mynd á Instagram þar sem hann skartaði nýrri hárgreiðslu og var rakarinn með honum á myndinni en rakarastofur á Bretlandseyjum er lokaðar vegna samkomubanns.

Tveggja metra reglan var þá ekki virt og braut því Aurier þessar reglur í þriðja sinn. Tottenham ætlar sér að sekta hann í þriðja sinn og að þessu sinni tveggja vikna laun eða 140 þúsund pund.

Aurier afsakaði sig á Instagram og benti á að bæði hann og rakarinn væru ekki smitaðir af kórónaveirunni og bað þá aðdáendur um að mæta í hönskum og með grímu næst þegar þeir ætla að fá myndir.

Þolinmæði Tottenham er að renna á þrotum og er talið að félagið ætli sér að losa sig við leikmanninn í sumar.
Athugasemdir
banner
banner