Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 21. maí 2021 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Kroos pirraður: Þetta snýst ekki um biturð
Toni Kroos var brjálaður yfir dómgæslunni gegn Sevilla
Toni Kroos var brjálaður yfir dómgæslunni gegn Sevilla
Mynd: EPA
Þýski miðjumaðurinn Toni Kroos segir að dómararnir í leik Real Madrid gegn Sevilla hafi rænt liðið möguleika á að vinna titilinn en hann segist afar reiður yfir dómgæslunni úr leiknum.

Liðin gerðu 1-1 jafntefli er þau mættust þann 9. maí en Madrídingar voru 1-0 yfir þegar tólf mínútur voru eftir af leiknum.

Bono, markvörður Sevilla, braut á Karim Benzema innan teigs og var dæmt víti. Dómarinn nýtti sér VAR-tæknina og skoðaði aðdragandann en stuttu áður hafði Sevilla átt sókn þar sem Eder Militao handlék knöttinn.

Í stað þess að gefa Real Madrid vítaspyrnu skokkaði dómarinn yfir á hinn enda vallarins og benti á punktinn. Ivan Rakitic tók spyrnuna og skoraði.

Madrídingar mótmælu og öskruðu af reiði en það dugði ekki og telur Kroos að þetta hafi verið þungt högg í titilbaráttunni.

„Ég er ekki gaurinn sem elskar að tuða en í þessu tilviki var ég ótrúlega pirraður. Zidane segir aldrei neitt um ákvarðanir og reynir alltaf að vernda dómarana. Það lýsir því einstaklega vel að hann fór til dómarans eftir leik og kvartaði og það gerði ég líka," sagði Kroos í hlaðvarpsþættinum Einfach Mal Luppen.

„Dómarinn reyndi að réttlæta þetta en þetta var bara röng ákvörðun að mínu mati. Ég er yfirleitt aldrei ósammála dómaranum en ég var það á þessum degi."

„Militao snéri baki í boltann og sá hann aldrei. Þegar þú skoðar þetta hægt þá sérðu að boltinn fer fyrst í öxlina og svo í höndina. Okkur er sagt að ef boltinn fer af öðrum líkamshluta í höndina þá er það ekki hendi. Það að skoða atvikið aftur og breyta dómnum hefur alvarleg áhrif á deildina."

„Ef okkur tekst ekki að vinna deildina þá er ljóst að þetta atvik hafði mikl áhrif á það. Þetta snýst ekki um að vera bitur heldur að vera reiður,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner