Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   þri 21. maí 2024 22:10
Stefán Marteinn Ólafsson
Dóri Árna: Eins og að fá nýjan leikmann í okkar hóp
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti Stjörnunni á Kópavogsvelli í kvöld þegar 7.umferð Bestu deildar karla lauk göngu sinni. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Stjarnan

„Alltaf bara góð tilfining að vinna og fá þrjú stig þannig við erum bara glaðir.” Sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir sigurinn í kvöld.

„Þetta var opin og skemmtilegur leikur. Hörku barátta og mikið um færi þannig ég er bara mjög sáttur.” 

Breiðablik spiluðu vel framan af leik en síðustu 20-30 mínúturnar virkuðu þeir meira í ‘survival mode’ á meðan Stjarnan bankaði hressiega á dyrnar.

„Þú ert að push-a það með þrjátíu, held að Damir hafi fengið dauðafæri á fjærstönginni í kringum 70.mínútu og þá vorum við ennþá að banka. Fram að því þá vorum við búnir að fá það mikið af færum að maður var mjög svekktur að vera ekki kominn með betri forystu.”

„Það er auðvitað þannig að þegar þú ert að spila á móti sterku liði eins og Stjörnunni og þú ert bara með eitt mark að þá á einhverjum tímapunkti fara þeir að banka hressilega á. Þetta voru svona tuttugu mínútur sem að þeir lágu svona hressilega á okkur og við áttum erfitt með að komast upp og halda í boltann sem maður er kannski ósáttur við en stundum er það bara þannig að þá þarftu að verja markið þitt og mér fannst við gera það virkilega vel.” 

Patrik Johannesen byrjaði í dag og skoraði og lagði upp sigurmarkið. 

„Patrik er búin að leggja á sig mikla vinnu, koma tilbaka og æfa vel. Hann hefur verið að fá mínútur hér og þar og við höfum verið að fara varlega með hann. Frábært fyrir hann að fá fyrsta startið sitt í rúmlega ár og hann bara stóð sig frábærlega. Þetta er bara eins og að fá nýjan leikmann í okkar hóp að fá hann í topp standi þannig Patrik var frábær í dag.”

Nánar er rætt við Halldór Árnason í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner