Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
banner
   þri 21. maí 2024 22:10
Stefán Marteinn Ólafsson
Dóri Árna: Eins og að fá nýjan leikmann í okkar hóp
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti Stjörnunni á Kópavogsvelli í kvöld þegar 7.umferð Bestu deildar karla lauk göngu sinni. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Stjarnan

„Alltaf bara góð tilfining að vinna og fá þrjú stig þannig við erum bara glaðir.” Sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir sigurinn í kvöld.

„Þetta var opin og skemmtilegur leikur. Hörku barátta og mikið um færi þannig ég er bara mjög sáttur.” 

Breiðablik spiluðu vel framan af leik en síðustu 20-30 mínúturnar virkuðu þeir meira í ‘survival mode’ á meðan Stjarnan bankaði hressiega á dyrnar.

„Þú ert að push-a það með þrjátíu, held að Damir hafi fengið dauðafæri á fjærstönginni í kringum 70.mínútu og þá vorum við ennþá að banka. Fram að því þá vorum við búnir að fá það mikið af færum að maður var mjög svekktur að vera ekki kominn með betri forystu.”

„Það er auðvitað þannig að þegar þú ert að spila á móti sterku liði eins og Stjörnunni og þú ert bara með eitt mark að þá á einhverjum tímapunkti fara þeir að banka hressilega á. Þetta voru svona tuttugu mínútur sem að þeir lágu svona hressilega á okkur og við áttum erfitt með að komast upp og halda í boltann sem maður er kannski ósáttur við en stundum er það bara þannig að þá þarftu að verja markið þitt og mér fannst við gera það virkilega vel.” 

Patrik Johannesen byrjaði í dag og skoraði og lagði upp sigurmarkið. 

„Patrik er búin að leggja á sig mikla vinnu, koma tilbaka og æfa vel. Hann hefur verið að fá mínútur hér og þar og við höfum verið að fara varlega með hann. Frábært fyrir hann að fá fyrsta startið sitt í rúmlega ár og hann bara stóð sig frábærlega. Þetta er bara eins og að fá nýjan leikmann í okkar hóp að fá hann í topp standi þannig Patrik var frábær í dag.”

Nánar er rætt við Halldór Árnason í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner