Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   þri 21. maí 2024 23:12
Kári Snorrason
Sterkastur í 7. umferð: Núna er ég kominn ofar á völlinn og þá komu mörk
Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
Jónatan Ingi er leikmaður umferðarinnar.
Jónatan Ingi er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsarar unnu sterkan sigur á HK í Kórnum fyrr í kvöld.

Jónatan Ingi skoraði fyrsta mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks, Arnþór Ari jafnaði svo metin með skallamarki frá 25 metrum sannkallað skrípamark þar á ferðinni. Jónatan Ingi kom svo Völsurum aftur yfir skömmu síðar og þar við sat.

Markaskorari Vals, Jónatan Ingi mætti í viðtal eftir leik en hann var valinn leikmaður 7. umferðar í boði Steypustöðvarinnar.

Lestu um leikinn: HK 1 -  2 Valur

„Mikilvægt að ná í þrjú stig, þetta er erfiður völlur að fara á. Þeir eru með gott lið. Þetta var bara erfiður leikur, gerðum vel að ná í þrjú stig."

Jónatan skoraði bæði mörk Vals og voru þetta hans fyrstu mörk fyrir liðið síðan hann kom til félagsins frá Sogndal í Noregi.

„Já það er mjög gott, ég er búinn að vera í annari stöðu en ég er vanur og það hefur gengið vel. Núna er ég kominn ofar á völlinn og þá komu mörk en mikilvægast að vinna."

Jónatan mætir sínum fyrrum félögum í FH næstkomandi laugardag

„Það verður spennandi leikur, þeim hefur gengið vel í byrjun móts. Það verður alvöru leikur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Sterkustu leikmenn:
6. umferð - Guðfinnur Þór Leósson (ÍA)
5. umferð - Magnús Arnar Pétursson (HK)
4. umferð - Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
3. umferð - Ari Sigurpálsson (Víkingur)
2. umferð - Viktor Jónsson (ÍA)
1. umferð - Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur)
Innkastið - Aftur verður FH fyrir barðinu á dómaramistökum
Athugasemdir
banner
banner