Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   þri 21. maí 2024 23:12
Kári Snorrason
Sterkastur í 7. umferð: Núna er ég kominn ofar á völlinn og þá komu mörk
Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
Jónatan Ingi er leikmaður umferðarinnar.
Jónatan Ingi er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsarar unnu sterkan sigur á HK í Kórnum fyrr í kvöld.

Jónatan Ingi skoraði fyrsta mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks, Arnþór Ari jafnaði svo metin með skallamarki frá 25 metrum sannkallað skrípamark þar á ferðinni. Jónatan Ingi kom svo Völsurum aftur yfir skömmu síðar og þar við sat.

Markaskorari Vals, Jónatan Ingi mætti í viðtal eftir leik en hann var valinn leikmaður 7. umferðar í boði Steypustöðvarinnar.

Lestu um leikinn: HK 1 -  2 Valur

„Mikilvægt að ná í þrjú stig, þetta er erfiður völlur að fara á. Þeir eru með gott lið. Þetta var bara erfiður leikur, gerðum vel að ná í þrjú stig."

Jónatan skoraði bæði mörk Vals og voru þetta hans fyrstu mörk fyrir liðið síðan hann kom til félagsins frá Sogndal í Noregi.

„Já það er mjög gott, ég er búinn að vera í annari stöðu en ég er vanur og það hefur gengið vel. Núna er ég kominn ofar á völlinn og þá komu mörk en mikilvægast að vinna."

Jónatan mætir sínum fyrrum félögum í FH næstkomandi laugardag

„Það verður spennandi leikur, þeim hefur gengið vel í byrjun móts. Það verður alvöru leikur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Sterkustu leikmenn:
6. umferð - Guðfinnur Þór Leósson (ÍA)
5. umferð - Magnús Arnar Pétursson (HK)
4. umferð - Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
3. umferð - Ari Sigurpálsson (Víkingur)
2. umferð - Viktor Jónsson (ÍA)
1. umferð - Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur)
Innkastið - Aftur verður FH fyrir barðinu á dómaramistökum
Athugasemdir
banner