Jóhannes Harðarsson, þjálfari ÍBV var nokkuð svekktur yfir að hafa ekki náð að landa þrem stigum gegn Val í dag.
Eyjaliðið komst yfir er Jonathan Glenn skoraði úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Kristinn Freyr Sigurðsson jafnaði í þeim síðari og þar við sat.
Eyjaliðið komst yfir er Jonathan Glenn skoraði úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Kristinn Freyr Sigurðsson jafnaði í þeim síðari og þar við sat.
Lestu um leikinn: Valur 1 - 1 ÍBV
„Úrslitin eru þannig séð ágæt, maður hefði kannski þegið eitt stig á móti Val en ég er svolítið svekktur, ég hefði viljað klára þennan leik."
„Við spiluðum mjög góðan fyrri hálfleik og hefðum getað sett eitt, tvö til viðbótar. Í stöðunni 1-1 þá fengum við sénsa."
Jóhannes er ánægður með batnandi leik sinna manna.
„Spilamennskan er öll á uppleið, viljinn og baráttan er að koma líka, það verður að vera til staðar hjá okkur í hverjum leik."
Vítaspyrnan hjá Jonathan Glenn var smellt upp í samskeytin og var Jóhannes ánæðgur með sinn mann.
„Þeir verja hann ekki þarna, það er alveg víst en það hefur ekki verið æft neitt sérstaklega."
Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir























