Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   mið 21. júní 2023 23:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Donni ósáttur: Sáu það allir sem vildu sjá
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

„Ég er mjög svekktur," sagði Halldór Jón Sigurðsson, Donni, þjálfari Tindastóls eftir 5-0 tap liðsins gegn Þór/KA í bestu deild kvenna í kvöld.


Lestu um leikinn: Þór/KA 5 -  0 Tindastóll

„Við áttum flottan fyrri hálfleik og jafnræði með liðunum. Stórkostlegt hvernig við komum út í seinni hálfleikinn, frábær kraftur í liðinu. Eigum skot í slá og skorum frábært mark sem var svo því miður tekið af okkur. Ég er hins vegar hundfúll hvernig þetta endaði og hvernig við brugðumst við að fá á okkur fyrsta markið."

Tindastóll kom boltanum í netið snemma í síðari hálfleik en Sveinn Arnarsson dómari leiksins taldi bortið á Melissu markverði Þórs. Donni var ekki sammála því.

„Það sáu það allir sem vildu sjá. Hún hoppar upp og skallar boltann í markið og markmaðurinn reynir að ná honum en rekst í hana og dettur. Þá var það bara þannig."

Leikur liðsins hrundi eftir klukkutíma leik og Þór/KA skoraði þrjú mörk á sjö mínútna kafla.

„Það er algjör skita, vonbrigði dagsins, annan leikinn í röð sem við svörum ekki vel fyrir okkur eftir að fá á okkur fyrsta markið, ég bjóst við því að við myndum svara betur en svekkjandi að þær skyldu ná öðru og þá fannst mér botninn detta algjörlega úr þessu," sagði Donni.


Athugasemdir
banner