Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 21. júlí 2017 14:50
Magnús Már Einarsson
KA og FH mætast um verslunarmannahelgina
KA og FH mætast um verslunarmannahelgina.
KA og FH mætast um verslunarmannahelgina.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Búið er að færa leik KA og FH í Pepsi-deild karla til laugardagsins 5. ágúst klukkan 16:00.

Leikurinn fer því fram um verslunarmannahelgina.

Upphaflega átti leikurinn að fara fram sunnudaginn 30. júlí en honum var frestað vegna leikja FH við Maribor frá Slóveníu í 3. umferð Meistaradeildarinnar.

Fyrri leikur FH fer fram á miðvikudaginn í Slóveníu og sá síðari er viku síðar. Í kjölfarið mætir FH liði KA þann 5. ágúst.

Eftir leikinn gegn KA fer FH í 4. umferð Meistaradeildarinnar í ágúst ef liðið vinnur Maribor. Tap þar þýðir að FH fer í fjórðu umferð Evrópudeildarinnar. Í báðum tilvikum er um að ræða umspil um sæti í riðlakeppni.

Oftast hefur verið frí í Pepsi-deildinni um verslunarmannahelgina en vegna þátttöku liða í Evrópukeppni hafa stundum farið fram leikir á þessum tíma. Þar má nefna eftirminnilegan leik ÍBV og FH árið 2013 þar sem um það bil 4000 áhorfendur mættu á völlinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner