Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 21. júlí 2019 13:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vela segist vera betri en Zlatan núna
Carlos Vela.
Carlos Vela.
Mynd: Getty Images
Það er alvöru rígur að myndast í MLS-deildinni á milli Mexíkóans Carlos Vela og Svíans Zlatan Ibrahimovic.

Vela leikur með Los Angeles FC og Zlatan er í Los Angeles Galaxy. Þegar þessi lið mættust um helgina vann Galaxy 3-2. Zlatan skoraði þrennu og Vela setti tvö.

Í aðdraganda leiksins var Zlatan spurður út í það hvort hann væri besti leikmaður MLS-deildarinnar þar sem Vela væri að eiga frábært tímabil. Zlatan sagði eftir leikinn að samanburðurinn við Vela hefðu verið stór mistök.

Vela er kominn með 21 mark og 12 stoðsendingar á tímabilinu og hann er ekki sammála Zlatan. Hann segist vera betri leikmaður.

„Að bera okkur saman er vanvirðing gagnvart honum, en ef við lítum á tölfræðina og gleymum aldrinum, þá er ég betri en hann núna. Þannig er staðan," sagði Vela sem hefur þó gríðarlega mikla virðingu fyrir Zlatan.

„Hann er Zlatan og aðeins Messi og Ronaldo hafa verið betri en hann. Við hinir erum ekki einu sinni í sömu deild."

Zlatan er 37 ára og er Vela, sem er fyrrum leikmaður Arsenal, þrítugur.
Athugasemdir
banner
banner
banner