Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   lau 21. september 2019 17:08
Baldvin Már Borgarsson
Hallbera Gísla: Var orðin drullu pirruð
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallbera var að vonum sátt eftir að hafa tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með Val eftir 3-2 sigur gegn Keflavík.
Hallbera átti gríðarlega góðan leik í bakverðinum, skoraði fyrsta markið og lagði upp það þriðija.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  2 Keflavík

Þú ert orðin Íslandsmeistari, hvernig líður þér?

„Mér líður bara fáránlega vel, þetta er búið að vera langt tímabil og pressa á okkur að vissu leyti og máttum ekki misstíga okkur. Það var ætlast til mikils af okkur og mér fannst við standa undir pressunni og klára þetta sannfærandi.''

Þú segir að þið klárið þetta sannfærandi, þið unnuð bara 3-2 gegn föllnu liði Keflavíkur, ertu sátt með hvernig leikurinn spilaðist?

„Nei ég var orðin drullu pirruð, ég viðurkenni það. Ég get samt alveg sagt þér það samt að það var engin hætta á að við værum að fara að tapa þessum leik. En það var smá spenna í þessu, en heilt yfir höfum við verið mjög sannfærandi í mótinu og erum besta liðið á landinu.''

Er öðruvísi að vinna titilinn í rauðu heldur en grænu?

„Nei það er ekkert öðruvísi, kannski er orðið svona langt síðan að maður vann titil síðast en þessi er bara ógeðslega sætur, mér fannst við þurfa að hafa meira fyrir þessum en oft áður svo ég verð að flokka þennan sem sætasta titilinn.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan, en þar ræðir Hallbera betur um leikinn, titilinn, pressuna á liðinu, reynsluna og kapphlaupið við Breiðablik.
Athugasemdir
banner
banner