Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á því að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
   lau 21. september 2019 17:49
Arnar Laufdal Arnarsson
Orri Steinn Óskarsson: 'Sorry' mamma
Orri fæddur árið 2004 og þykir þvílikt efni
Orri fæddur árið 2004 og þykir þvílikt efni
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Orri Steinn Óskarsson skoraði fyrsta mark Gróttu í 4-0 sigri þeirra gegn Haukum í lokaumferð Inkasso deild karla. Orri er fæddur árið 2004 og er einnig sonur Óskars Hrafns þjálfara Gróttu. Orri kom fyrst á sjónarsvið þegar hann var 13 ára, kom inn á í 2. deildinni í fyrra og skoraði 2 mörk í 5-0 sigri þeirra gegn Hetti.

"Þetta er eitt af því ljúfasta sem ég hef upplifað á ævi minni og ég get eiginlega ekki lýst þessi, þetta er búið að vera draumur síðan maður var lítill krakki og að taka þátt í þessu er bara æðislegt" Sagði Orri eftir að tryggja sæti í Pepsi-Max og verða Inkasso meistarar.

Orri er þekktur fyrir að spila svona ungur að aldri og einnig að vera sonur þjálfara liðsins. "Það breytir engu að pabbi sé að stjórna, hann er geggjaður þjálfari og treystir leikmönnunum sínum, búið að vera geggjað að vera partur af þessu og að fá þetta tækifæri" Sagði Orri um pabba sinn Óskar Hrafn.

Eftir að Orri skoraði markið sitt í dag kaus hann að fagna eins og Daniel Sturridge fyrrum framherji enska landsliðisins og Liverpool og þetta hafði Orri að segja "Ég er bara Daniel Sturridge það er bara ekki flóknara en það, við erum bara bræður"

Lestu um leikinn: Grótta 4 -  0 Haukar

Eins og áður hefur komið fram er Orri ekki nema 15 ára gamall og er ekki nálægt því að vera nógu gamall til að fá að drekka áfengi og var hann spurður hvort hann yrði kominn heim fyrir klukkan 12 í kvöld þegar liðsfélagar hans í Gróttu fara á skrallið. "Ég get ekki lofað því þannig bara Sorry mamma ég get það ekki"
Athugasemdir
banner