Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
   lau 21. september 2019 17:49
Arnar Laufdal Arnarsson
Orri Steinn Óskarsson: 'Sorry' mamma
Orri fæddur árið 2004 og þykir þvílikt efni
Orri fæddur árið 2004 og þykir þvílikt efni
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Orri Steinn Óskarsson skoraði fyrsta mark Gróttu í 4-0 sigri þeirra gegn Haukum í lokaumferð Inkasso deild karla. Orri er fæddur árið 2004 og er einnig sonur Óskars Hrafns þjálfara Gróttu. Orri kom fyrst á sjónarsvið þegar hann var 13 ára, kom inn á í 2. deildinni í fyrra og skoraði 2 mörk í 5-0 sigri þeirra gegn Hetti.

"Þetta er eitt af því ljúfasta sem ég hef upplifað á ævi minni og ég get eiginlega ekki lýst þessi, þetta er búið að vera draumur síðan maður var lítill krakki og að taka þátt í þessu er bara æðislegt" Sagði Orri eftir að tryggja sæti í Pepsi-Max og verða Inkasso meistarar.

Orri er þekktur fyrir að spila svona ungur að aldri og einnig að vera sonur þjálfara liðsins. "Það breytir engu að pabbi sé að stjórna, hann er geggjaður þjálfari og treystir leikmönnunum sínum, búið að vera geggjað að vera partur af þessu og að fá þetta tækifæri" Sagði Orri um pabba sinn Óskar Hrafn.

Eftir að Orri skoraði markið sitt í dag kaus hann að fagna eins og Daniel Sturridge fyrrum framherji enska landsliðisins og Liverpool og þetta hafði Orri að segja "Ég er bara Daniel Sturridge það er bara ekki flóknara en það, við erum bara bræður"

Lestu um leikinn: Grótta 4 -  0 Haukar

Eins og áður hefur komið fram er Orri ekki nema 15 ára gamall og er ekki nálægt því að vera nógu gamall til að fá að drekka áfengi og var hann spurður hvort hann yrði kominn heim fyrir klukkan 12 í kvöld þegar liðsfélagar hans í Gróttu fara á skrallið. "Ég get ekki lofað því þannig bara Sorry mamma ég get það ekki"
Athugasemdir
banner
banner