Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   lau 21. september 2019 17:49
Arnar Laufdal Arnarsson
Orri Steinn Óskarsson: 'Sorry' mamma
Orri fæddur árið 2004 og þykir þvílikt efni
Orri fæddur árið 2004 og þykir þvílikt efni
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Orri Steinn Óskarsson skoraði fyrsta mark Gróttu í 4-0 sigri þeirra gegn Haukum í lokaumferð Inkasso deild karla. Orri er fæddur árið 2004 og er einnig sonur Óskars Hrafns þjálfara Gróttu. Orri kom fyrst á sjónarsvið þegar hann var 13 ára, kom inn á í 2. deildinni í fyrra og skoraði 2 mörk í 5-0 sigri þeirra gegn Hetti.

"Þetta er eitt af því ljúfasta sem ég hef upplifað á ævi minni og ég get eiginlega ekki lýst þessi, þetta er búið að vera draumur síðan maður var lítill krakki og að taka þátt í þessu er bara æðislegt" Sagði Orri eftir að tryggja sæti í Pepsi-Max og verða Inkasso meistarar.

Orri er þekktur fyrir að spila svona ungur að aldri og einnig að vera sonur þjálfara liðsins. "Það breytir engu að pabbi sé að stjórna, hann er geggjaður þjálfari og treystir leikmönnunum sínum, búið að vera geggjað að vera partur af þessu og að fá þetta tækifæri" Sagði Orri um pabba sinn Óskar Hrafn.

Eftir að Orri skoraði markið sitt í dag kaus hann að fagna eins og Daniel Sturridge fyrrum framherji enska landsliðisins og Liverpool og þetta hafði Orri að segja "Ég er bara Daniel Sturridge það er bara ekki flóknara en það, við erum bara bræður"

Lestu um leikinn: Grótta 4 -  0 Haukar

Eins og áður hefur komið fram er Orri ekki nema 15 ára gamall og er ekki nálægt því að vera nógu gamall til að fá að drekka áfengi og var hann spurður hvort hann yrði kominn heim fyrir klukkan 12 í kvöld þegar liðsfélagar hans í Gróttu fara á skrallið. "Ég get ekki lofað því þannig bara Sorry mamma ég get það ekki"
Athugasemdir