Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   lau 21. september 2019 17:49
Arnar Laufdal Arnarsson
Orri Steinn Óskarsson: 'Sorry' mamma
Orri fæddur árið 2004 og þykir þvílikt efni
Orri fæddur árið 2004 og þykir þvílikt efni
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Orri Steinn Óskarsson skoraði fyrsta mark Gróttu í 4-0 sigri þeirra gegn Haukum í lokaumferð Inkasso deild karla. Orri er fæddur árið 2004 og er einnig sonur Óskars Hrafns þjálfara Gróttu. Orri kom fyrst á sjónarsvið þegar hann var 13 ára, kom inn á í 2. deildinni í fyrra og skoraði 2 mörk í 5-0 sigri þeirra gegn Hetti.

"Þetta er eitt af því ljúfasta sem ég hef upplifað á ævi minni og ég get eiginlega ekki lýst þessi, þetta er búið að vera draumur síðan maður var lítill krakki og að taka þátt í þessu er bara æðislegt" Sagði Orri eftir að tryggja sæti í Pepsi-Max og verða Inkasso meistarar.

Orri er þekktur fyrir að spila svona ungur að aldri og einnig að vera sonur þjálfara liðsins. "Það breytir engu að pabbi sé að stjórna, hann er geggjaður þjálfari og treystir leikmönnunum sínum, búið að vera geggjað að vera partur af þessu og að fá þetta tækifæri" Sagði Orri um pabba sinn Óskar Hrafn.

Eftir að Orri skoraði markið sitt í dag kaus hann að fagna eins og Daniel Sturridge fyrrum framherji enska landsliðisins og Liverpool og þetta hafði Orri að segja "Ég er bara Daniel Sturridge það er bara ekki flóknara en það, við erum bara bræður"

Lestu um leikinn: Grótta 4 -  0 Haukar

Eins og áður hefur komið fram er Orri ekki nema 15 ára gamall og er ekki nálægt því að vera nógu gamall til að fá að drekka áfengi og var hann spurður hvort hann yrði kominn heim fyrir klukkan 12 í kvöld þegar liðsfélagar hans í Gróttu fara á skrallið. "Ég get ekki lofað því þannig bara Sorry mamma ég get það ekki"
Athugasemdir
banner
banner