Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   lau 21. september 2019 17:31
Sævar Ólafsson
Sigurður Heiðar: Heilt yfir frábært sumar
3 sæti Inkasso deildarinnar var lendingin hjá Leikni í ár
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknismenn kláruðu Inkasso tímabilið 2019 á nokkuð sæt-bitran hátt. Fyrir það fyrsta kláraði liðið síðasta leik liðsins á lokamínútunum og með því lokaði liðið mótinu með 11 leikja taplausri hrinu sem verður að flokkast sem sætt. En á móti reyndust úrslit síðustu umferðarinnar liðinu óhagstæð svo Grótta og Fjölnismenn kveðja Inkasso deildina þrátt fyrir að 40 stig hafa safnast og 3.sæti deildarinnar niðurstaðan – sem fer í súrsæta flokkinn óneitanlega.

„Já fínn endir fyrir okkur – þetta var langsótt að þurfa að stóla á úrslit annarsstaðar. Sumarið í heild sinni bara geggjað og fannst mér við bara vera frábærir“

„Stebbi (innsk: Stefán Gíslason) náttúrulega byrjar þetta með okkur og fer þarna um mitt sumar og við græddum alveg svakalega á því að hafa eytt vetrinum og fyrri part sumars með honum og héldu í raun bara þeirri vinnu áfram sem hafði verið í gangi og þetta fór svona að tikka hjá okkur“

„Við náðum svona takt í okkar leik aðeins of seint í mótinu en seinni umferðin frábært og heilt yfir frábært sumar“.

Leiknismenn enda grátlega nálægt því að komast upp eftir frábæra seinni umferð. Vissir prófsteinar féllu ekki með liðinu þar sem liðið hefði getað komið sér betur upp í þessa toppbaráttu. Var eitthvað sérstakt í baksýnisspeglinu sem Sigurður Heiðar horfir til nú þegar tímabilinu er lokið?

“Já já alveg slatti – maður er náttúrulega búinn að vera að velta þessu fyrir sér, mörgum stigum sem fóru en maður verður bara geðveikur af því“.

Nánar er rætt við Sigurður Heiðar og hægt er að nálgast það allt saman í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner