Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mið 21. október 2020 10:32
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Morgunblaðið 
„Hefðum aldrei setið þegjandi og hljóðalaust undir því ef mótinu yrði slaufað"
Páll Kristjánsson, formaður KR.
Páll Kristjánsson, formaður KR.
Mynd: Fótbolti.net
Páll Kristjánsson, formaður KR, fagnar ákvörðun KSÍ að stefna að því að klára mótið en liðið er í fimmta sæti Pepsi Max-deildarinnar og þremur stigum frá Evrópusæti.

„Það er skoðun okkar KR-inga að það hefði ekki verið tímabært að gefa út neinar yfirlýsingar um að aflýsa mótinu á þessum tímapunkti," sagði Páll í samtali við Morgunblaðið.

„Í fyrsta lagi þá trúðum við því aldrei að mótinu yrði slaufað og í öðru lagi, án þess að vera með of miklar yfirlýsingar, hefðum við aldrei setið þegjandi og hljóðalaust undir því ef mótinu yrði slaufað."

Samkvæmt reglugerð KSÍ þarf mótið að klárast fyrir 1. desember en Páll segir við Morgunblaðið ekki skilja hvers vegna sú dagsetning sé heilög.

„Ég skil ekki alveg þessa dagsetningu, 1. desember, af hverju hún er svona heilög, þar sem við erum eflaust sú þjóð í heiminum sem hefur einna mesta svigrúmið til þess að klára landsmót í fótbolta. Við trúum því og treystum að mótið verði klárað og við munum gera kröfu á það á öllum stigum málsins," segir Páll.
Athugasemdir