banner
   sun 21. nóvember 2021 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Oxlade-Chamberlain: Við ætlum að berjast um titilinn
Alex Oxlade-Chamberlain í leiknum geng Arsenal
Alex Oxlade-Chamberlain í leiknum geng Arsenal
Mynd: EPA
Alex Oxlade-Chamberlain, miðjumaður LIverpool, var með bestu mönnum vallarins er Liverpool vann Arsenal 4-0 á Anfield í gær.

Oxlade-Chamberlain spilaði frábærlega á miðjunni og fékk 8 í einkunn frá Sky Sports fyrir frammistöðuna en Liverpool er nú komið upp í 2. sæti deildarinnar eftir sigurinn.

„Við reynum alltaf að einbeita okkur að því sem við erum að gera og við erum hér af einni ástæðu og það er að berjast um titilinn. Úrslitin í síðasta leik voru vonbrigði og það er alltaf í hausnum á manni fyrir leiki gegn stóru liðunum," sagði Oxlade-Chamberlain.

„Við vissum að þessi leikur var mikilvægur til að koma til baka og við erum hæstánægðir með frammistöðuna sem skilaði þessum þremur stigum."

Hann ræddi þá áðeins atvikið milli Mikel Arteta og Jürgen Klopp á hliðarlínunni.

„Það er erfitt að taka ekki eftir þessu. Okkar verkefni var að halda einbeitingu á það sem er að gerast á vellinum. Þeir sem voru á leiknum nýttu þessa orku og kannski var þetta vendipunkturinn til að fá meiri orku og skapa betra andrúmsloft."
Athugasemdir
banner
banner
banner