Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 22. janúar 2020 15:00
Magnús Már Einarsson
Vegan veitingasala á heimavelli Chelsea
Mynd: Getty Images
Á leik Chelsea og Arsenal í gærkvöldi var í fyrsta sala sérstök vegan veitingasala á Stamford Bridge leikvanginum.

Ein af veitingasölunum á vellinum seldi einungis vegan vörur en um að er að ræða fyrstu slíku veitingasöluna í ensku úrvalsdeildinni.

Samkvæmt könnun árið 2018 eru 600 þúsund manns vegan á Englandi en árið 2006 voru 150 þúsund manns vegan þar í landi.

Fleiri og fleiri fótboltamenn hafa snúið sér að vegan mataræði undanfarin ár og einn af þeim, Hector Bellerin, skoraði jöfnunarmarkið fyrir Arsenal í leiknum í gær.
Athugasemdir
banner
banner