Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 22. janúar 2021 16:30
Elvar Geir Magnússon
Býst við að Wan-Bissaka nái toppnum eftir eitt til tvö ár
Aaron Wan-Bissaka.
Aaron Wan-Bissaka.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, býst við miklu frá bakverðinum Aaron Wan-Bissaka.

Þessi fyrrum leikmaður Crystal Palace hefur leikið mjög vel varnarlega en enn er pláss fyrir bætingu sóknarlega.

Solskjær segir að þessi 23 ára leikmaður sé enn að læra.

„Ég tel að Aaron sé einn besti bakvörður heims varnarlega einn gegn einum," segir Solskjær.

„Hann er að verða betri og betri með boltann og missir hann ekki oft. Áður á ferli hans var hann ekki í eins miklu sóknarhlutverki og hann lærði mikið á síðasta tímabili."

„Það er björt framtíð sem bíður hans og hann mun verða orðinn algjör topp bakvörður eftir eitt eða tvö ár."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner