Liverpool fær samkeppni frá Real Madrid - Barcelona á eftir Haaland - Man Utd býður Mainoo í skiptum fyrir Valverde
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi, að þá er það Bjarni fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
Gunnar Heiðar: Ég er að verða atvinnulaus núna
Ingvar Freyr: Verður einhver helvítis veisla næstu helgi
Berglind Björg: Ég er bara ótrúlega stolt af þessu
banner
   fös 22. mars 2019 22:54
Fótbolti.net
Alfreð: Minnti á Egilshöllina í gamla daga
Icelandair
Alfreð Finnbogason í leiknum í kvöld
Alfreð Finnbogason í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Finnbogason segir að það hafi verið mikill léttir að ná í sigur gegn Andorra í kvöld en leiknum lauk með 2-0 sigri íslenska liðsins í fyrsta leik í undankeppni Evrópumótsins.

Lestu um leikinn: Andorra 0 -  2 Ísland

Birkir Bjarnason og Viðar Örn Kjartansson gerðu mörk íslenska liðsins í erfiðum leik þar sem Andorra sat til baka og fór inn í leikinn til að ná í stig.

„Þetta var skyldusigur og gerðum þetta fagmannlega og það hjálpaði mikið að skora í fyrri hálfleik, kemur alltaf meiri pressa þegar það líður á leikinn en enginn leikur sem fer í sögubækurnar í íslenskri knattspyrnu en mikilvægt að ná í þrjú stig og vera búnir að koma hingað," sagði Alfreð eftir leik.

„Þetta var markmiðið fyrir leikinn að slökkva í því og fá sigurbraginn. Það var gott að koma í klefann eftir leik og geta fagnað sigri."

Alfreð ræddi aðeins gervigrasið sem spilað var á en það minnti hann á gervigrasið í Egilshöllinni þegar hann æfði þar fyrir nokkrum árum.

„Það er smá ótti um það þegar mannskapurinn er staddur eins og hann er en þetta var allt í lagi og ekkert versta gervigrasið sem maður hefur komið á. Minnti á Egilshöllina í gamla daga, maður fór nú á nokkrar æfingar þar þegar fyrsta gervigrasið kom þangað en það var erfitt að meta hvernig boltinn myndi detta og erfitt að láta hann ganga eins og við vildum."

Næsti leikur er gegn heimsmeistaraliði Frakklands en leikurinn fer fram í Frakklandi. Hann segir að það hafi hjálpað að komast yfir og gátu leikmenn því sparað orku.

„Það verður mjög snúinn leikur og allt öðruvísi. Þeir verða meira með boltann og það eru nokkrir mánuðir síðan við spiluðum á móti þeim og það gekk mjög vel. Eftir að við komumst í 2-0 þá náðum við að spara orkuna í dag, þannig við verðum klárlega ferskir þegar leikurinn byrjar."

„Mér leið vel og ekki mikið í boltanum eins og ég vissi. Leikurinn fór fyrir framan þeirra varnarmúr en sáttur að komast af velli með 70 mínútur og vera heill heilsu,"
sagði Alfreð í lokin.
Athugasemdir
banner