Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 22. mars 2019 22:54
Fótbolti.net
Alfreð: Minnti á Egilshöllina í gamla daga
Icelandair
Alfreð Finnbogason í leiknum í kvöld
Alfreð Finnbogason í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Finnbogason segir að það hafi verið mikill léttir að ná í sigur gegn Andorra í kvöld en leiknum lauk með 2-0 sigri íslenska liðsins í fyrsta leik í undankeppni Evrópumótsins.

Lestu um leikinn: Andorra 0 -  2 Ísland

Birkir Bjarnason og Viðar Örn Kjartansson gerðu mörk íslenska liðsins í erfiðum leik þar sem Andorra sat til baka og fór inn í leikinn til að ná í stig.

„Þetta var skyldusigur og gerðum þetta fagmannlega og það hjálpaði mikið að skora í fyrri hálfleik, kemur alltaf meiri pressa þegar það líður á leikinn en enginn leikur sem fer í sögubækurnar í íslenskri knattspyrnu en mikilvægt að ná í þrjú stig og vera búnir að koma hingað," sagði Alfreð eftir leik.

„Þetta var markmiðið fyrir leikinn að slökkva í því og fá sigurbraginn. Það var gott að koma í klefann eftir leik og geta fagnað sigri."

Alfreð ræddi aðeins gervigrasið sem spilað var á en það minnti hann á gervigrasið í Egilshöllinni þegar hann æfði þar fyrir nokkrum árum.

„Það er smá ótti um það þegar mannskapurinn er staddur eins og hann er en þetta var allt í lagi og ekkert versta gervigrasið sem maður hefur komið á. Minnti á Egilshöllina í gamla daga, maður fór nú á nokkrar æfingar þar þegar fyrsta gervigrasið kom þangað en það var erfitt að meta hvernig boltinn myndi detta og erfitt að láta hann ganga eins og við vildum."

Næsti leikur er gegn heimsmeistaraliði Frakklands en leikurinn fer fram í Frakklandi. Hann segir að það hafi hjálpað að komast yfir og gátu leikmenn því sparað orku.

„Það verður mjög snúinn leikur og allt öðruvísi. Þeir verða meira með boltann og það eru nokkrir mánuðir síðan við spiluðum á móti þeim og það gekk mjög vel. Eftir að við komumst í 2-0 þá náðum við að spara orkuna í dag, þannig við verðum klárlega ferskir þegar leikurinn byrjar."

„Mér leið vel og ekki mikið í boltanum eins og ég vissi. Leikurinn fór fyrir framan þeirra varnarmúr en sáttur að komast af velli með 70 mínútur og vera heill heilsu,"
sagði Alfreð í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner