Rodrygo orðaður við Liverpool - Mörg félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro - Dortmund hefur áhuga á Greenwood
   mán 22. apríl 2024 20:44
Elvar Geir Magnússon
Ítalía: Inter meistari eftir sigur í grannaslagnum
Inter hefur tryggt sér Ítalíumeistaratitilinn.
Inter hefur tryggt sér Ítalíumeistaratitilinn.
Mynd: EPA
Marcus Thuram fagnar.
Marcus Thuram fagnar.
Mynd: EPA
Oussama El Azzouzi.
Oussama El Azzouzi.
Mynd: EPA
Milan 1 - 2 Inter
0-1 Francesco Acerbi ('18 )
0-2 Marcus Thuram ('49 )
1-2 Fikayo Tomori ('80 )
(Rautt: T. Hernández, AC Milan og D. Dumfries, Inter á 90+4)

Inter vann 2-1 sigur gegn AC Milan í grannaslag í Mílanó í kvöld en með sigrinum innsiglaði liðið Ítalíumeistaratitilinn 2024. Inter hefur verið langbesta lið ítölsku A-deildarinnar á tímabilinu og leikið 27 leiki án ósigurs. Þetta er tuttugasti Ítalíumeistaratitill félagsins.

Með sigrinum í kvöld er Inter með sautján stiga forystu þegar liðið á fimm leiki eftir og titillinn kominn í hús.

Francesco Acerbi kom Inter yfir í kvöld með skallamarki og Marcus Thuram tvöfaldaði forystuna snemma í seinni hálfleik. Fikayo Tomori hirti frákast og minnkaði muninn fyrir AC Milan og hleypti spennu í leikinn.

Það var hiti í mönnum og rauð spjöld fóru á loft í uppbótartímanum en þrátt fyrir að þjarma að erkifjendum sínum á lokamínútunum náði AC Milan ekki fram jöfnunarmarki og gríðarlegur fögnuður braust út þegar dómarinn flautaði til leiksloka.

Byrjunarlið AC Milan: Maignan; Calabria, Gabbia, Tomori, Hernandez; Adli, Reijnders; Musah, Loftus-Cheek, Pulisic; Leao.

Byrjunarlið Inter: Sommer; Pavard, Acerbi, Bastoni; Darmian, Barella, Calhanoglu, Mkhitaryan, Dimarco; Martinez, Thuram.

Roma 1 - 3 Bologna
0-1 Oussama El Azzouzi ('14 )
0-2 Joshua Zirkzee ('45 )
1-2 Sardar Azmoun ('55 )
1-3 Alexis Saelemaekers ('65 )

Fyrr í kvöld vann Bologna 3-1 útisigur á Roma en þetta var aðeins annað tap Roma síðan Daniele De Rossi tók við stjórn liðsins. Bologna er í fjórða sæti með 62 stig en Roma í því fimmta með 55 stig.

De Rossi sagði eftir leikinn að Evrópudeildarslagurinn gegn AC Milan í síðustu viku hafi tekið sinn toll en þar náði Roma að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Þá saknaði Roma framherjans Romelu Lukaku sem er meiddur.

„Við vorum ekki eins beittir og við erum vanir en Bologna lék góðan fótbolta. Við höfum í öðrum leikjum skorað fleiri mörk úr færri tilraunum en Bologna á hrós skilið,“ segir De Rossi.
Athugasemdir
banner
banner
banner