Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mán 22. apríl 2024 21:42
Elvar Geir Magnússon
Orðaður við Liverpool en flaug til Englands til að hitta West Ham
Ruben Amorim fundar með West Ham.
Ruben Amorim fundar með West Ham.
Mynd: Getty Images
Portúgalinn Ruben Amorim flaug til Bretlandseyja í dag til að funda með West Ham. Lundúnarfélagið vill fá Amorim til að taka við liðinu af David Moyes sem verður samningslaus í sumar.

Amorim hefur verið sterklega orðaður við stjórastarf Liverpool síðustu vikur og hefur verið talinn líklegastur til að taka við af Jurgen Klopp.

En Amorim flaug til Englands í einkaflugvél á vegum eigenda West Ham í dag en með honum í för var viðskiptamaðurinn Raul Costa.

Amorim stýrði æfingu hjá Sporting Lissabon í dag en nú er framundan tveggja daga frí hjá liðinu, næsta æfing er á fimmtudag. Amorim hefur ekki viljað tjá sig um framtíð sína.

Aðrir stjórar sem eru sagðir á blaði West Ham eru Julen Lopetegui, Paulo Fonseca og Kieran McKenna. Hjá Liverpool er Niko Kovac nýtt óvænt nafn í umræðunni.


Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Athugasemdir
banner
banner