fös 22. maí 2020 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arsenal endurgreiðir stuðningsmönnum
Frá Emirates-vellinum, heimavelli Arsenal.
Frá Emirates-vellinum, heimavelli Arsenal.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal hefur tilkynnt það að stuðningsmenn sem eiga miða á síðustu tíu leiki liðsins í ensku úrvalsdeildinni geti sótt um endurgreiðslu.

Stefnt er á að hefja leik í ensku úrvalsdeildinni aftur í næsta mánuði, en það verður þá fyrir luktum dyrum og engir áhorfendur leyfðir inn á leikvöngum.

Stuðningsmenn Arsenal geta annað hvort sótt um að fá endurgreiðslu eða inneign fyrir framtíðarmiðakaup.

Arsenal fylgir þar með í fótspor félaga eins og Everton, Manchester City, Manchester United og Tottenham. Þá hafa fallbaráttuliðin Brighton og Norwich gert slíkt hið sama.

Arsenal var í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar áður en hlé var gert á deildinni vegna kórónuveirufaraldursins.
Athugasemdir
banner
banner
banner