Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   sun 22. júlí 2018 22:02
Egill Sigfússon
Gísli Eyjólfs: Vil vinna titla fyrir Blika, það er 100 prósent!
Gísli var besti maður vallarins í kvöld
Gísli var besti maður vallarins í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann stórsigur á FH á Kópavogsvelli í kvöld, 4-1 sigur og eru jafnir Stjörnunni í 2.-3.sæti deildarinnar eftir 13 umferðir. Gísli Eyjólfsson leikmaður Breiðabliks var í skýjunum eftir sigurinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 FH

„Ég hef sjaldan verið betri, ég ætla ekki að fara ljúga því! Það er ekkert betra en að koma sér aðeins frá FH og vinna með gríðarlega góðum leik."

Gísli sagði að liðið hefði svarað vel gagnrýnisröddum um að þeir skori ekki mörk og sagði jafnframt að liðið hafi spilað vel þótt hlutirnir hefðu ekki fallið með þeim þegar þeir náðu ekki að vinna leiki.

„Mér finnst við vera búnir að spila vel þótt það hafi ekki verið að detta með okkur á köflum en við svörum þessari gagnrýni í dag með að setja fjögur mörk sem er mjög sætt."

Thomas Mikkelsen hefur komið vel inn í lið Blika, skorað tvö mörk og lagt upp eitt í tveimur leikjum og vonar Gísli að hann haldi bara sama striki.

„Hann er búinn að koma vel inn í þetta núna, ég er ekki alveg að átta mig á því hversu góður hann er en hann er búinn að vera mjög góður í þessum tveimur leikjum. Ég vona að hann haldi því bara áfram."

Gísli ætlar sér að vinna titilinn og hann segir að það sé hundleiðinlegt að vera í þessu ef þú ert ekki í þessu til að vinna.

„Það er hundleiðinlegt að vera í þessu án þess að berjast um eitthvað. Ég fer bara í gömlu góðu klisjuna, ég vil ekki segja eitthvað af mér, við förum bara í hvern leik til að vinna og viljum vinna einhverja titla fyrir Blika, það er alveg 100 prósent!"
Athugasemdir