Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
   sun 22. júlí 2018 22:02
Egill Sigfússon
Gísli Eyjólfs: Vil vinna titla fyrir Blika, það er 100 prósent!
Gísli var besti maður vallarins í kvöld
Gísli var besti maður vallarins í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann stórsigur á FH á Kópavogsvelli í kvöld, 4-1 sigur og eru jafnir Stjörnunni í 2.-3.sæti deildarinnar eftir 13 umferðir. Gísli Eyjólfsson leikmaður Breiðabliks var í skýjunum eftir sigurinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 FH

„Ég hef sjaldan verið betri, ég ætla ekki að fara ljúga því! Það er ekkert betra en að koma sér aðeins frá FH og vinna með gríðarlega góðum leik."

Gísli sagði að liðið hefði svarað vel gagnrýnisröddum um að þeir skori ekki mörk og sagði jafnframt að liðið hafi spilað vel þótt hlutirnir hefðu ekki fallið með þeim þegar þeir náðu ekki að vinna leiki.

„Mér finnst við vera búnir að spila vel þótt það hafi ekki verið að detta með okkur á köflum en við svörum þessari gagnrýni í dag með að setja fjögur mörk sem er mjög sætt."

Thomas Mikkelsen hefur komið vel inn í lið Blika, skorað tvö mörk og lagt upp eitt í tveimur leikjum og vonar Gísli að hann haldi bara sama striki.

„Hann er búinn að koma vel inn í þetta núna, ég er ekki alveg að átta mig á því hversu góður hann er en hann er búinn að vera mjög góður í þessum tveimur leikjum. Ég vona að hann haldi því bara áfram."

Gísli ætlar sér að vinna titilinn og hann segir að það sé hundleiðinlegt að vera í þessu ef þú ert ekki í þessu til að vinna.

„Það er hundleiðinlegt að vera í þessu án þess að berjast um eitthvað. Ég fer bara í gömlu góðu klisjuna, ég vil ekki segja eitthvað af mér, við förum bara í hvern leik til að vinna og viljum vinna einhverja titla fyrir Blika, það er alveg 100 prósent!"
Athugasemdir
banner
banner