Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Þróttara: „Ég vildi spila meira"
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Búin að vera erfiður kafli og lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Gaf okkur blóð á tennurnar að ýta þeim neðar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   sun 22. júlí 2018 22:02
Egill Sigfússon
Gísli Eyjólfs: Vil vinna titla fyrir Blika, það er 100 prósent!
Gísli var besti maður vallarins í kvöld
Gísli var besti maður vallarins í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann stórsigur á FH á Kópavogsvelli í kvöld, 4-1 sigur og eru jafnir Stjörnunni í 2.-3.sæti deildarinnar eftir 13 umferðir. Gísli Eyjólfsson leikmaður Breiðabliks var í skýjunum eftir sigurinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 FH

„Ég hef sjaldan verið betri, ég ætla ekki að fara ljúga því! Það er ekkert betra en að koma sér aðeins frá FH og vinna með gríðarlega góðum leik."

Gísli sagði að liðið hefði svarað vel gagnrýnisröddum um að þeir skori ekki mörk og sagði jafnframt að liðið hafi spilað vel þótt hlutirnir hefðu ekki fallið með þeim þegar þeir náðu ekki að vinna leiki.

„Mér finnst við vera búnir að spila vel þótt það hafi ekki verið að detta með okkur á köflum en við svörum þessari gagnrýni í dag með að setja fjögur mörk sem er mjög sætt."

Thomas Mikkelsen hefur komið vel inn í lið Blika, skorað tvö mörk og lagt upp eitt í tveimur leikjum og vonar Gísli að hann haldi bara sama striki.

„Hann er búinn að koma vel inn í þetta núna, ég er ekki alveg að átta mig á því hversu góður hann er en hann er búinn að vera mjög góður í þessum tveimur leikjum. Ég vona að hann haldi því bara áfram."

Gísli ætlar sér að vinna titilinn og hann segir að það sé hundleiðinlegt að vera í þessu ef þú ert ekki í þessu til að vinna.

„Það er hundleiðinlegt að vera í þessu án þess að berjast um eitthvað. Ég fer bara í gömlu góðu klisjuna, ég vil ekki segja eitthvað af mér, við förum bara í hvern leik til að vinna og viljum vinna einhverja titla fyrir Blika, það er alveg 100 prósent!"
Athugasemdir
banner