Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 22. júlí 2018 22:02
Egill Sigfússon
Gísli Eyjólfs: Vil vinna titla fyrir Blika, það er 100 prósent!
Gísli var besti maður vallarins í kvöld
Gísli var besti maður vallarins í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann stórsigur á FH á Kópavogsvelli í kvöld, 4-1 sigur og eru jafnir Stjörnunni í 2.-3.sæti deildarinnar eftir 13 umferðir. Gísli Eyjólfsson leikmaður Breiðabliks var í skýjunum eftir sigurinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 FH

„Ég hef sjaldan verið betri, ég ætla ekki að fara ljúga því! Það er ekkert betra en að koma sér aðeins frá FH og vinna með gríðarlega góðum leik."

Gísli sagði að liðið hefði svarað vel gagnrýnisröddum um að þeir skori ekki mörk og sagði jafnframt að liðið hafi spilað vel þótt hlutirnir hefðu ekki fallið með þeim þegar þeir náðu ekki að vinna leiki.

„Mér finnst við vera búnir að spila vel þótt það hafi ekki verið að detta með okkur á köflum en við svörum þessari gagnrýni í dag með að setja fjögur mörk sem er mjög sætt."

Thomas Mikkelsen hefur komið vel inn í lið Blika, skorað tvö mörk og lagt upp eitt í tveimur leikjum og vonar Gísli að hann haldi bara sama striki.

„Hann er búinn að koma vel inn í þetta núna, ég er ekki alveg að átta mig á því hversu góður hann er en hann er búinn að vera mjög góður í þessum tveimur leikjum. Ég vona að hann haldi því bara áfram."

Gísli ætlar sér að vinna titilinn og hann segir að það sé hundleiðinlegt að vera í þessu ef þú ert ekki í þessu til að vinna.

„Það er hundleiðinlegt að vera í þessu án þess að berjast um eitthvað. Ég fer bara í gömlu góðu klisjuna, ég vil ekki segja eitthvað af mér, við förum bara í hvern leik til að vinna og viljum vinna einhverja titla fyrir Blika, það er alveg 100 prósent!"
Athugasemdir
banner