Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   sun 22. júlí 2018 22:02
Egill Sigfússon
Gísli Eyjólfs: Vil vinna titla fyrir Blika, það er 100 prósent!
Gísli var besti maður vallarins í kvöld
Gísli var besti maður vallarins í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann stórsigur á FH á Kópavogsvelli í kvöld, 4-1 sigur og eru jafnir Stjörnunni í 2.-3.sæti deildarinnar eftir 13 umferðir. Gísli Eyjólfsson leikmaður Breiðabliks var í skýjunum eftir sigurinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 FH

„Ég hef sjaldan verið betri, ég ætla ekki að fara ljúga því! Það er ekkert betra en að koma sér aðeins frá FH og vinna með gríðarlega góðum leik."

Gísli sagði að liðið hefði svarað vel gagnrýnisröddum um að þeir skori ekki mörk og sagði jafnframt að liðið hafi spilað vel þótt hlutirnir hefðu ekki fallið með þeim þegar þeir náðu ekki að vinna leiki.

„Mér finnst við vera búnir að spila vel þótt það hafi ekki verið að detta með okkur á köflum en við svörum þessari gagnrýni í dag með að setja fjögur mörk sem er mjög sætt."

Thomas Mikkelsen hefur komið vel inn í lið Blika, skorað tvö mörk og lagt upp eitt í tveimur leikjum og vonar Gísli að hann haldi bara sama striki.

„Hann er búinn að koma vel inn í þetta núna, ég er ekki alveg að átta mig á því hversu góður hann er en hann er búinn að vera mjög góður í þessum tveimur leikjum. Ég vona að hann haldi því bara áfram."

Gísli ætlar sér að vinna titilinn og hann segir að það sé hundleiðinlegt að vera í þessu ef þú ert ekki í þessu til að vinna.

„Það er hundleiðinlegt að vera í þessu án þess að berjast um eitthvað. Ég fer bara í gömlu góðu klisjuna, ég vil ekki segja eitthvað af mér, við förum bara í hvern leik til að vinna og viljum vinna einhverja titla fyrir Blika, það er alveg 100 prósent!"
Athugasemdir
banner
banner