Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   fim 22. september 2022 15:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Steini um Sif: Vorum búin að ræða saman tveimur dögum áður
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sif Atladóttir.
Sif Atladóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru alltaf leikmenn sem gera tilkall í landsliðið og hafa rétt á því að segja við sjálfa sig að þær eigi að vera í liðinu, en ég leit á það þannig að þær sem eru í hópnum ættu skilið að vera áfram. Engin þeirra átti skilið að vera tekin úr hópnum," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna, í dag.

Hann tilkynnti í dag nýjan landsliðshóp fyrir leikinn í umspilinu fyrir HM. Ein breyting er á hópnum, Agla María Albertsdóttir kemur inn í hópinn fyrir Sif Atladóttur sem er hætt í landsliðinu.

Leikurinn fer fram þann 11. október næstkomandi og kemur til með að ráða því hvort Ísland fer á HM í fyrsta sinn eða ekki. Andstæðingurinn verður Belgía eða Portúgal.

Liðið mun undirbúa sig fyrir leikinn í Portúgal en Belgar og Portúgalar eigast við 6. október og þá kemur í ljós hver verður andstæðingurinn í leiknum mikilvæga.

„Við hittumst öll 4. október rétt hjá Faro í Portúgal. Við verðum þar fram til 9. október og fljúgum þá yfir annað hvort innanlands í Portúgal eða yfir til Belgíu. Það er undirbúningurinn. Við erum með fyrstu æfinguna 5. október þar sem allir leikmenn eiga að vera klárir til æfinga," sagði Steini sem er bjartsýnn fyrir verkefninu og hefur fulla trú á því að liðið geti gert góða hluti.

Sif ákvað að hætta
Það er ein breyting á hópnum frá því síðast - eins og áður kemur fram. Ræddi hann við Sif áður en hún ákvað að hætta?

„Við vorum búin að ræða saman tveimur dögum áður en hún tilkynnir að hún sé hætt. Við fórum yfir málin. Hún tekur ákvörðun í framhaldinu eftir það. Við áttum gott spjall um ýmislegt. Svo tekur hún þessa ákvörðun út frá sinni sannfæringu."

Steini sagði á fundinum að ákvörðunin hefði komið sér á óvart.

„Ég hef alveg fullan skilning á að hún taki þessa ákvörðun. Það er tímafrekt að vera í landsliðinu. Þetta eru 80-90 dagar ári. Þetta er tímafrekt ef þú ert orðin fjölskyldumanneskja og allt það. Þú verður að taka ákvörðun eftir því hvað þér finnst best. Hún mat það sem svo að hennar tími í landsliðinu væri kominn. Hún á bara gott skilið fyrir það sem hún hefur gert fyrir íslenskan fótbolta og landsliðið."

Hér að ofan má sjá allt viðtalið en þar ræðir Steini meðal annars um frammistöðu Söndru Sigurðardóttur í síðustu verkefnum og margt fleira.


Athugasemdir
banner