Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 22. september 2023 12:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bellingham tæpur fyrir stórleik helgarinnar
Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: Getty Images
Jude Bellingham hefur byrjað nánast óaðfinnanlega með spænska stórveldinu Real Madrid. Hann fékk félagaskipti þangað í sumar frá Borussia Dortmund.

Bellingham skoraði sigurmarkið í miðri viku er Real Madrid vann dramatískan sigur gegn Union Berlín í Meistaradeildinni, 1-0.

Núna er hins vegar komið babb í bátinn þar sem Bellingham er tæpur fyrir stórleik helgarinnar.

Real Madrid heimsækir nágranna sína í Atletico Madrid á sunnudaginn og það er vangaveltur um það á Spáni hvort enski landsliðsmaðurinn geti verið með. Hann þurfti að fara snemma af æfingu í dag.

Hann er að glíma við vandamál í maga en læknateymi Real er sagt hafa trú á því að hann verði með á sunnudag.

Það yrði alls ekki gott fyrir Real að missa Bellingham og sérstaklega í ljósi þess að stjörnur á borð við Thibaut Courtois og Vinicius Junior eru nú þegar á meiðslalistanum.
Athugasemdir
banner
banner