Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
   þri 22. október 2019 15:17
Elvar Geir Magnússon
Ólafur Íshólm gerði tveggja ára samning við Fram (Staðfest)
Ólafur Íshólm Ólafsson.
Ólafur Íshólm Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram hefur samið við markvörðinn Ólaf Íshólm Ólafsson til næstu tveggja ára eða út keppnistímabilið 2021.

Ólafur lék með Fram í Inkasso-deildinni í fyrra á lánssamningi frá Breiðabliki. Hann spilaði þrettán leiki í deild og bikar áður en Blikar kölluðu hann til baka í byrjun júlí.

„Það er mikið gleðiefni að endurheimta Ólaf sem stimplaði sig vel inn í Framliðið síðasta sumar og bar m.a. fyrirliðabandið í nokkrum leikjum," segir á heimasíðu Fram.

Ólafur sem er 24 ára gamall er uppalinn Fylkismaður og á að baki 30 leiki í efstu deild með Fylki og Breiðabliki. Þá hefur hann leikið tvo leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Fram hafnaði í sjöunda sæti Inkasso-deildarinnar í sumar.

Sjá einnig:
Alexander Már í leið í Fram
Athugasemdir
banner
banner
banner