Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 22. október 2020 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mancini biðst afsökunar á Covid brandara
Mynd: Getty Images
Roberto Mancini, þjálfari ítalska karlalandslisðins, hefur beðist afsökunar á því ef brandari hans um Covid-19 hafi sært einhvern.

Mancini segst ekki hafa ætlað að vanvirða þá sem hafa fengið veiruna. Mancini setti inn færslu í Instagram-sögu sína þar sem teiknuð mynd var af manni á sjúkrahúsi. Í texta við myndina stóð að maðurinn hefði veikst við það að horfa á fréttirnar í sjónvapinu.

Illa var tekið í þetta á Ítalíu þar sem önnur bylgja gengur yfir landið þessa stundina.

„Ég einfaldlega deildi mynd sem að mínu mati gaf okkur smá frí frá alvarleika líðandi stundar," sagði Mancini.

„Það er allt. Það voru engin dulin skilaboð eða ætlanir um að vanvirða þá sem hafa veikst. Ef einhverjir tóku því þanig þá biðst ég afsökunar á því."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner