Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 23. janúar 2020 09:16
Magnús Már Einarsson
Emil Lyng í dönsku C-deildina (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Lyng, fyrrum framherji Vals og KA, hefur samið við Middelfart í dönsku C-deildinni.

Hinn þrítugi Emil hefur æft með Middelfart að undanförnu og hann hefur nú skrifað undir eins og hálfs árs samning.

Middelfart er í öðru sæti í sínum riðli í dönsku C-deildinni og í harðri baráttu um sæti í B-deild.

Emil skoraði níu mörk í Pepsi-deildinni með KA árið 2017.

Í kjölfarið lék hann með Dundee í Skotlandi og Haladas í Ungverjalandi áður en hann samdi við Val fyrir síðasta tímabil.

Emil náði ekki flugi hjá Val en hann skoraði eitt mark í átta leikjum í Pepsi Max-deildinni síðastliðið sumar.
Athugasemdir
banner
banner