Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 23. janúar 2022 16:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hættulegt að hugsa svona - Alltaf erfitt að mæta Conte
Mynd: EPA
Chelsea og Tottenham eigast nú við á Stamford Bridge í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni.

Chelsea hefur ekki unnið í síðustu fjórum leikjum í deildinni, þrjú jafntefli og eitt tap.

Liðinu hefur hinsvegar gengið vel gegn grönnum sínum í Tottenham á leiktíðinni en liðin hafa mæst þrisvar sinnum og Chelsea unnið alla leikina. Tuchel var spurður hvort það væri gott að fara með það á bakvið eyrað inní leikinn eða hvort það væri hættulegt að hugsa svoleiðis.

„Það er hættulegt að hugsa svoleiðis. Við erum alltaf ánægðir með að spila leik og eiga möguleika á að snúa blaðinu við. Maður á erfitt með að hrista slæmar frammistöður og slæm úrslit af sér, við fengum núna fjóra daga til að undirbúa okkur og við erum vel undirbúnir. Það er öllum ljóst að þetta er mikilvægur leikur, þetta er grannaslagur og spennan er í loftinu."

Það eru mikið um meiðsli í herbúðum Tottenham og Antonio Conte stillir upp varnarsinnuðu liði, það kemur Tuchel ekkert á óvart.

„Það er erfitt að skapa færi gegn Tottenham síðan Conte tók við. Það hefur alltaf verið þannig að það er erfiður slagur að mæta liði Antonio Conte."
Athugasemdir
banner
banner
banner