Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   þri 23. apríl 2024 20:52
Brynjar Ingi Erluson
Amorim tilkynnir ákvörðun sína á laugardag
Mynd: EPA
Portúgalski þjálfarinn Ruben Amorim mun tilkynna um framtíð sína á laugardag en þetta segir portúgalska sjónvarpsstöðin RTP.

Amorim hefur verið orðaður við Liverpool og West Ham síðustu daga, en Record greindi frá því í dag að hann ætlaði sér að hafna báðum félögum. Arne Slot, þjálfari Feyenoord, er nú líklegastur til að taka við Liverpool.

Portúgalinn hefur gert ótrúlega hluti með lið Sporting undanfarin ár og vann meðal annars deildina tímabilið 2020-2021 og er tveimur sigrum frá því að landa titlinum í ár.

RTP segir í kvöld að Amorim ætli að tilkynna framtíð sína á blaðamannafundi á laugardag en þar mun hann greina frá því að hann verði áfram hjá Sporting.

Eini möguleikinn á að hann fari eitthvað annað er ef Sporting klúðrar titilbaráttunni sem verður teljast afar ólíklegt á þessu augnabliki en liðið er með sjö stiga forystu þegar fjórir leikir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner