Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   mið 23. apríl 2025 22:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Jökull: Svona 300 augnablik sem maður getur tekið
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar.
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Við erum svekktir, fyrst og fremst. Þetta var hörkuleikur og menn lögðu mikið í þetta. Mér fannst menn vinna fyrir einhverju meira," sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir dramatískt 2-1 tap gegn nágrönnunum í Breiðabliki í Bestu deildinni í kvöld.

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, gerði sigurmarkið með langskoti í blálokin.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Stjarnan

„Þeir voru búnir að eiga þungan sóknarkafla aðeins á undan. Á móti vorum við líka að fá stöður. Við erum mjög svekkjandi. Það er enginn sáttur með þetta mark eða nokkuð í kringum það. Þetta féll þarna megin í þetta skiptið. Við höldum bara áfram."

Sérðu eitthvað sem þið getið gert betur í þessu sigurmarki?

„Já, blokka skotið eða verið nær manni. Alls konar. Það er ekki bara þetta. Það eru svona 300 augnablik sem maður getur tekið og rýnt í. Það var líka margt sem við gerðum vel. Eins og allir leikir. Við skoðum þetta mark og annað í leiknum eftir tvo daga."

Bekkurinn hjá Stjörnunni fékk gult spjald eftir sigurmarkið.

„Ég nenni ekki að tala um dómgæslu. Það sem gerðist á undan í kringum Emil dæmir sig bara sjálft."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner