Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 23. maí 2020 13:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kjartan Henry öflugur í æfingaleik gegn Silkeborg
Kjartan Henry Finnbogason.
Kjartan Henry Finnbogason.
Mynd: Getty Images
Kjartan Henry Finnbogason var á skotskónum þegar Vejle tapaði 2-1 fyrir Silkeborg í æfingaleik í dag.

Danski boltinn er að hefjast aftur í næstu viku og lið eru í óðaönn að gera sig tilbúin fyrir það.

Vejle er á toppi dönsku B-deildarinnar eftir 20 leiki og er Kjartan Henry markahæsti leikmaður deildarinnar með 14 mörk skoruð í 19 leikjum.

Kjartan skoraði mark eftir aðeins þrjár mínútur í dag, en það var dæmt af vegna rangstöðu. Kjartan skoraði svo mark sem fékk að standa eftir rúman hálftíma þegar hann jafnaði í 1-1.

Í seinni hálfleiknum tryggði Silkeborg sér sigurinn með marki á 83. mínútu.

Kjartan átti mjög góðan leik og gaman verður að fylgjast með honum núna þegar danska B-deildin hefst aftur.

Sjá einnig:
Rifja upp þegar Kjartan Henry gerði Bröndby-menn brjálaða
Athugasemdir
banner
banner