Heimild: mbl.is
Miðjumaðurinn Oliver Sigurjónsson lék á þriðjudagskvöld sinn fyrsta leik í sumar þegar hann kom inn á í leik Breiðabliks gegn Stjörnunnar. Oliver glímdi við meiðsli þegar Íslandsmótið hófst en er mættur aftur á völlinn og lék síðustu 20 mínúturnar í nágrannslagnum.
Oliver, sem er 29 ára, kom við sögu í 26 leikjum í deild og bikar á síðasta tímabili. Blikinn ræddi við mbl.is eftir leikinn.
Oliver, sem er 29 ára, kom við sögu í 26 leikjum í deild og bikar á síðasta tímabili. Blikinn ræddi við mbl.is eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Breiðablik 2 - 1 Stjarnan
„Alveg geðveikt að vera kominn aftur. Ég er búinn að bíða alltof lengi eftir þessu og er ótrúlega glaður. Líka að fá sigur í endurkomunni er frábært. Þetta var mikil harka og við þurftum að vinna fyrir sigrinum sem mér finnst líka skemmtilegt," sagði Oliver.
Hann var spurður hvort hann hefði verið lengur frá en hann bjóst við.
„Ég meiddist aftur eftir að hafa byrjað. Við tókum enn lengri tíma til að koma mér í gang og þetta lítur allt saman vel út. Ég er að koma mér í gang og halda þessu gangandi."
Næsti leikur Breiðabliks fer fram á sunnudaginn þegar liðið heimsækir Fram í Úlfarsárdalinn.
Athugasemdir