Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   fim 23. maí 2024 13:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea þrengir leitina - Fjórir kostir
Thomas Frank er á lista Chelsea.
Thomas Frank er á lista Chelsea.
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur þrengt leit sína að næsta stjóra félagsins og koma núna bara fjórir aðilar til greina.

Það er Matt Law hjá Telegraph sem skrifar um þetta en hann er vel tengdur hjá Chelsea.

Mauricio Pochettino var látinn fara frá Chelsea fyrr í þessari viku en liðið endaði í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili. Það voru jákvæð teikn á lofti í lok tímabilsins en það dugði ekki til fyrir Pochettino.

Fram kemur á Telegraph að Enzo Maresca, stjóri Leicester, Kieran McKenna, stjóri Ipswich, og Thomas Frank, stjóri Brentford, séu á fjögurra manna lista sem félagið er að skoða núna.

Chelsea hefur ekki lengur áhuga á Sebastian Hoeness hjá Stuttgart eða Michel hjá Girona en fjórði aðilinn er ekki nefndur í greininni. Nafn hans er ekki vitað.

Chelsea vonast til að ráða nýjan stjóra í byrjun júní í síðasta lagi.
Athugasemdir
banner
banner