Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 23. júní 2020 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Það virkaði helvíti vel þar sem ég skoraði nokkrum mínútum síðar"
Valgeir átti góðan leik gegn KR á laugardag,
Valgeir átti góðan leik gegn KR á laugardag,
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 Ég ætlaði að gera það með þvi að breyta leiknum okkur í vil. Það virkaði helvíti vel þar sem ég skoraði nokkrum mínútum síðar.
Ég ætlaði að gera það með þvi að breyta leiknum okkur í vil. Það virkaði helvíti vel þar sem ég skoraði nokkrum mínútum síðar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Valgeirsson var valinn besti leikmaður 2. umferðar Pepsi Max-deildarinnar í gær. Þá nafnbót fékk hann fyrir frábæra frammistöðu sína gegn KR á laugardag. Valgeir skoraði eitt þriggja marka HK í leiknum og lagði upp annað mark leiksins.

Skömmu fyrir mark Valgeirs fékk hann að líta gula spjaldið þegar dómari leiksins taldi Valgeir hafa verið með leikaraskap. Við endursýningu sést að stigið var á Valgeir áður en hann féll til jarðar.

Valgeir varð þá fyrir meiðslum í seinni hálfleik og þurfti að yfirgefa völlinn eftir ríflega 70 mínútna leik vegna axlarmeiðsla. Valgeir var spurður út í meiðslin og gula spjaldið í gær.

Ákvað að eyða pirringnum vegna spjaldsins í að breyta leiknum
Kveikti það í Valgeiri að hafa fengið að líta gula spjaldið?

„Já auðvitað. Mér fannst þetta aldrei vera dýfa hjá mér og í staðinn fyrir að eyða pirringnum í dómarann ákvað ég að nýta hann frekar inn á vellinum gegn andstæðingnum. Ég ætlaði að gera það með þvi að breyta leiknum okkur í vil. Það virkaði helvíti vel þar sem ég skoraði nokkrum mínútum síðar," sagði Valgeir.

Sjá einnig:
Dómarinn gaf Valgeiri gult fyrir leikaraskap: Hann á að fá aukaspyrnu

Í gær var sagt frá því að Valgeir yrði frá keppni í um tvær vikur.

Valgeir bætti aðeins við fyrri ummæli sín: „Læknirinn sagði að ég verði frá í kringum tvær vikur en ef allt gengur hrikalega vel í endurhæfingunni gæti það verið aðeins skemmri tími."
Athugasemdir
banner