Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 23. júní 2021 18:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarliðin á EM: Bruno settur á bekkinn
Bruno Fernandes byrjar ekki.
Bruno Fernandes byrjar ekki.
Mynd: EPA
Síðustu leikirnir í riðlakeppninni á Evrópumótinu hefjast eftir tæpan klukkutíma. Eftir þessa leiki verður það 100 prósent ljóst hvernig 16-liða úrslitin líta út.

Það er stórleikur er Evrópumeistarar Portúgal mæta heimsmeisturum Frakklands. Portúgal er í hættu á því að missa af 16-liða úrslitunum. Vinni Frakkar þennan leik með þremur mörkum, þá verður það til þess að Portúgal missir af 16-liða úrslitunum.

Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United, byrjar ekki í kvöld. Hann hefur ekki gert mikið í fyrstu tveimur leikjunum og Renato Sanches byrjar í hans stað.

Hér að neðan má sjá öll byrjunarlið.

Byrjunarlið Portúgal: Patricio, Semedo, Pepe, Dias, Guerreiro, Pereira, Moutinho, B.Silva, Sanches, Jota, Ronaldo.

Byrjunarlið Frakklands: Lloris, Kounde, Varane, Kimpembe, Hernandez, Pogba, Kante, Tolisso, Griezmann, Mbappe, Benzema.

Byrjunarlið Þýskalands: Neuer; Ginter, Hummels, Rüdiger; Kimmich, Gündogan, Kroos, Gosens; Sané, Gnabry, Havertz.

Byrjunarlið Ungverjalands: Gulácsi; Botka, Orbán, At.Szalai; Négo, Kleinheisler, Nagy, Schafer, Fiola; Ad.Szalai, Sallai.
Athugasemdir
banner
banner