Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 23. júní 2021 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Þrír frábærir spyrnumenn - „Myndi alltaf rétta Hilmari Árna boltann fyrst"
Hilmar Árni lætur vaða
Hilmar Árni lætur vaða
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Karl
Einar Karl
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tistan eftir að hafa smellhitt boltann gegn Víkingi
Tistan eftir að hafa smellhitt boltann gegn Víkingi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þegar undirritaður hugsar um spyrnumenn í Stjörnuliðinu koma þrjú nöfn upp í hugann. Allir kannast við Hilmar Árna Halldórsson, hann hefur verið einn öflugasti spyrnumaður deildarinnar í lengri tíma og er mikill markaskorari.

Einar Karl Ingvarsson er með hörku vinstri fót og getur alveg smellt boltanum í netið úr aukaspyrnum. Tristan Freyr Ingólfsson hefur þá komið sterkur inn í lið Stjörnunnar og sýnt að hann getur vel lúðrað á markið úr aukaspyrnum.

Einar Karl Ingvarsson, leikmaður Stjörnunnar, ræddi við fréttaritara í gær og var hann spurður hver af þeim myndi taka aukaspyrnu á lykilaugnabliki í leiknum.

„Ótrúlegt en satt þá höfum við aðeins rætt þetta. Það er enginn af okkur grimmur á að fá að taka spyrnuna. Ég myndi lýsa þessu þannig að það sé bara tilfinningin sem ræður. Þegar við fáum aukaspyrnu og við kannski mætum allir. Þá er það einn sem er einhvern veginn: 'má ég taka þetta, ég hef góða tilfinningu'. Eða eitthvað í þessa áttina."

„Við höfum til þessa ekki lent í því að allir séu með einhverja geggjaða tilfinningu og það verði eitthvað rifrildi. Það hefur bara einhvern veginn einn alltaf spurt hvort hann mætti taka og þá er grænt ljós á það. Það hefur ekki verið neitt vesen tengt því,"
sagði Einar Karl.

Hilmar Árni er réttfættur en Einar Karl og Tristan Freyr eru örvfættir. Skiptir það máli hvort spyrnan er hægra megin eða vinstra megin á vellinum?

„Nei, eiginlega ekki. Mér finnst betra að taka hana ef hún er hægra megin. Ef ég hugsa fyrir sjálfan mig þá myndi ég alltaf rétta Hilmari Árna boltann fyrst bara út af því að hann er ótrúlega góður í þessum aukaspyrnum. Stundum langar manni að taka eina og eina. En ég held ég myndi örugglega treysta Hilmari betur fyrir þessu en mér."

Stór og mikill með alvöru kraft og alvöru sleggju
Tistan Freyr er 22 ára vinstri bakvörður sem hafði leikið einn keppnisleik með Stjörnunni fyrir þetta tímabil. Seinni hluta síðasta tímabils var hann á láni hjá Keflavík í Lengjudeildinni.

Aðeins um Tristan Frey, vissiru hver hann var áður en þú samdir við Stjörnuna?

„Nei, hann var einn af þeim sem ég þekkti ekki í liðinu. Það eru fleiri ungir gæjar sem ég hafði ekki séð áður og það tók mig nokkra daga að ná nöfnunum á yngri leikmönnunum."

Hvað geturu sagt mér um Tristan?

„Hann er mjög 'promising' leikmaður og er að fá sénsinn. Það er traust sett á hann og mjög vel gert hjá þjálfurunum að treysta ungum leikmanni. Hann er búinn að nýta þessa sénsa vel, búinn að spila vel, skora og leggja upp fyrir okkur. Spila mjög vel heilt yfir."

„Hann er svo stór og mikill, með alvöru kraft og alvöru sleggju. Hann er að bæta sig með hverjum leiknum og er að öðlast reynslu. Það er gott fyrir hann að spila og lenda í nýjum hlutum sem hann lærir svo af. Þú lærir ekkert ef þú lendir aldrei í neinu og gerir aldrei mistök. Hann er klárlega leikmaður á uppleið,"
sagði Einar Karl.

Sjá einnig:
Finnur fyrir trausti og léttari stemningu - „Hafði bara nanósekúndu til að ákveða mig"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner