Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
   sun 23. júní 2024 21:59
Haraldur Örn Haraldsson
Kjartan Henry: Skiptir okkur miklu máli að fá fólkið með okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kjartan Henry Finnbogason aðstoðarþjálfari FH var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði Fylki 3-1 á Kaplakrikavelli.


Lestu um leikinn: FH 3 -  1 Fylkir

„Já loksins sigur, það er alveg rétt. Ég er bara ánægður með sigurinn, ánægður með stigin þrjú og bara ánægður með að vinna á heimavelli. Það skiptir okkur miklu máli að fá fólkið með okkur og við sýnum bara þroskaða frammistöðu í dag fannst mér."

FH-ingar náðu í sigurinn en frammistaðan í dag var ekki alltaf sú besta.

„Hún (frammistaðan) var kannski bara svolítið lituð af því eins og þú segir, loksins sigur. Það er búið að vera of fáir sigrar í undanförnum leikjum og við fórum bara, eins og Heimir sagði eftir síðasta leik, að fara í grunnatriðin. Það þýðir þá kannski að við verðum ekki einhverjir 'skemmtikraftar. Við þurftum bara að fara í grunnatriðin og vera svolítið þéttir. Við skorum mark snemma, og sýndum karakter í að koma til baka þegar gott, sprækt Fylkis lið jafnaði leikinn þegar það voru 20 mínútur eftir."

Sindri Kristinn Ólafsson var einnig í viðtali hjá okkur en þar talaði hann um að þessi úrslit myndu segja söguna af því hvað FH ætlaði að gera á þessu móti.

„Alveg jafn mikilvægur (sigur) og allir aðrir þannig. En við erum oft búnir að segja það fyrir leiki að það er núna sem við sýnum hvað við ætlum að gera og svo framvegis. Það kom í dag, og það kom líka bara frá öllu liðinu. Við fengum frábært framlag frá strákunum sem komu inn á, auðvitað Arnór skoraði sem er búinn að vera eilítið meiddur í vikunni. Flott innkoma, Gyrðir flottur, Baldur Kári flottur þegar hann kom inná. Auðvitað Sindri átti stórkostlegar vörslur í fyrri hálfleik og hélt okkur inn í þessu."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner