Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 23. júní 2024 21:59
Haraldur Örn Haraldsson
Kjartan Henry: Skiptir okkur miklu máli að fá fólkið með okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kjartan Henry Finnbogason aðstoðarþjálfari FH var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði Fylki 3-1 á Kaplakrikavelli.


Lestu um leikinn: FH 3 -  1 Fylkir

„Já loksins sigur, það er alveg rétt. Ég er bara ánægður með sigurinn, ánægður með stigin þrjú og bara ánægður með að vinna á heimavelli. Það skiptir okkur miklu máli að fá fólkið með okkur og við sýnum bara þroskaða frammistöðu í dag fannst mér."

FH-ingar náðu í sigurinn en frammistaðan í dag var ekki alltaf sú besta.

„Hún (frammistaðan) var kannski bara svolítið lituð af því eins og þú segir, loksins sigur. Það er búið að vera of fáir sigrar í undanförnum leikjum og við fórum bara, eins og Heimir sagði eftir síðasta leik, að fara í grunnatriðin. Það þýðir þá kannski að við verðum ekki einhverjir 'skemmtikraftar. Við þurftum bara að fara í grunnatriðin og vera svolítið þéttir. Við skorum mark snemma, og sýndum karakter í að koma til baka þegar gott, sprækt Fylkis lið jafnaði leikinn þegar það voru 20 mínútur eftir."

Sindri Kristinn Ólafsson var einnig í viðtali hjá okkur en þar talaði hann um að þessi úrslit myndu segja söguna af því hvað FH ætlaði að gera á þessu móti.

„Alveg jafn mikilvægur (sigur) og allir aðrir þannig. En við erum oft búnir að segja það fyrir leiki að það er núna sem við sýnum hvað við ætlum að gera og svo framvegis. Það kom í dag, og það kom líka bara frá öllu liðinu. Við fengum frábært framlag frá strákunum sem komu inn á, auðvitað Arnór skoraði sem er búinn að vera eilítið meiddur í vikunni. Flott innkoma, Gyrðir flottur, Baldur Kári flottur þegar hann kom inná. Auðvitað Sindri átti stórkostlegar vörslur í fyrri hálfleik og hélt okkur inn í þessu."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner