Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 23. júlí 2019 09:00
Magnús Már Einarsson
Zidane: Bale neitaði að spila
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, segir að Gareth Bale hafi neitað að spila í 3-1 tapi liðsins í æfingaleik gegn Bayern Munchen á sunnudaginn.

Í viðtali beint eftir þann leik sagði Zidane að Bale væri væntanlega á förum frá Real Madrid og að hann hefði persónulega ekkert á móti leikmanninum.

Umboðsmaður Bale hefur sakað Zidane um vanvirðingu en þjálfarinn hefur nú svarað þeim ásökunum.

„Ég vanvirði engan og klárlega ekki einhvern leikmann. Ég hef alltaf sagt það sama, leikmenn eru mikilvægastir hér. Ef leikmaður hér þá stend ég með honum," sagði Zidane í dag.

„Ég öðru lagi sagði ég að félagið væri að reyna að finna leið í burtu fyrir Gareth. Í þriðja lagi, sem er mikilvægast, er að hann kom ekki inn á í leiknum í fyrradag því hann vildi það ekki."

„Félagið er að reyna að finna leið fyrir hann. Gareth er leikmaður Real Madrid í augnablikinu. Hann æfir eðlilega með okkur og við sjáum hvað gerist næsta fimmtudag."


Bale hefur verið orðaður við félög í Kína en hann gæti orðið launahæsti leikmaður heim ef hann fer þangað.
Athugasemdir
banner
banner