fim 23. júlí 2020 22:54
Ívan Guðjón Baldursson
Heimir: Erum að skoða málin með Óla Kalla
Lengjudeildin
Mynd: Hulda Margrét
Ólafur Karl Finsen hefur verið skilinn eftir utan hóps hjá Valsmönnum að undanförnu og staðfesti Heimir Guðjónsson það í viðtali eftir sigurleik gegn Fylki fyrr í kvöld.

„Við erum bara að skoða þessi mál með Óla Kalla. Hann er utan hóps," sagði Heimir.

Ólafur Karl er orðaður við ÍBV sem stefnir beint aftur upp úr Lengjudeildinni eftir að hafa fallið í fyrra. Eyjamenn eru í öðru sæti, einu stigi eftir toppliði Leiknis R. Þeir eru komnir með fimmtán stig eftir sjö umferðir.

Helgi Sigurðsson, þjálfari ÍBV, sagði ekkert vera í gangi þegar hann var spurður um möguleg félagaskipti Ólafs Karls til Vestmannaeyja.

Ólafur Karl er 28 ára og skoraði 5 mörk í 12 leikjum í Pepsi Max-deildinni í fyrra. Hann hefur aðeins komið við sögu í einum deildarleik það sem af er tímabils.

Valur er á toppi Pepsi Max-deildarinnar, með 16 stig eftir 8 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner