Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
banner
   fös 23. júlí 2021 21:03
Daníel Smári Magnússon
Ágúst Gylfason: Tapaðist í fyrri hálfleik
Lengjudeildin
Ágúst var ósáttur með orkuleysi sinna manna.
Ágúst var ósáttur með orkuleysi sinna manna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta tapaðist í raun bara í fyrri hálfleik hjá okkur. Við mættum bara ekki til leiks, vorum orkulausir og vanalega með orkumikið lið. Við reyndum kannski, en við komumst ekki alveg nógu vel upp úr sporunum. Þórsarar gengu á lagið. Við vitum að Þórsliðið er baráttulið og gefa 100% í leikinn, þeir gerðu það í dag og refsuðu okkur skelfilega í dag,'' sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, eftir 4-2 tap gegn Þór í Lengjudeild karla.

Lestu um leikinn: Þór 4 -  2 Grótta

Gróttumenn komu talsvert kraftmeiri til leiks í seinni hálfleik þegar þeir freistuðu þess að komast aftur inn í leikinn, en Ásgeir Marinó kom Þór í 4-0 á 55. mínútu eftir vandræðagang í vörn Gróttu og gekk endanlega frá leiknum.

„Við lágum dálítið á þeim til að byrja með í seinni, en Þórsarar fá skyndisókn og skora ódýrt mark. Það setur punktinn yfir i-ið fyrir þá og þeir bakka svolítið niður. Við komumst aðeins á lagið, náum að skora tvö mörk og reyndum eins og við gátum, en því miður þá var það of seint.''

Eftir þrjá sigra í röð að þá er Gróttu kippt niður á jörðina af sprækum Þórsurum. Næsti leikur Gróttu er á Ísafirði gegn Vestra. Virkilega öflug stuðningsmannasveit fylgdi Gróttu og hvatti þá dyggilega sama hvað gekk á. Ágúst var ánægður með sitt fólk.

„Stuðningsmenn okkar eru æðislegir og studdu okkur vel. Þeir náðu því miður ekki að styðja okkur til sigurs, en frábært að fá svona stuðnings. Næsti leikur er á móti Vestra fyrir vestan og vonandi mæta einhverjir þar,'' sagði Ágúst Gylfason.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner