Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fös 23. júlí 2021 21:03
Daníel Smári Magnússon
Ágúst Gylfason: Tapaðist í fyrri hálfleik
Lengjudeildin
Ágúst var ósáttur með orkuleysi sinna manna.
Ágúst var ósáttur með orkuleysi sinna manna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta tapaðist í raun bara í fyrri hálfleik hjá okkur. Við mættum bara ekki til leiks, vorum orkulausir og vanalega með orkumikið lið. Við reyndum kannski, en við komumst ekki alveg nógu vel upp úr sporunum. Þórsarar gengu á lagið. Við vitum að Þórsliðið er baráttulið og gefa 100% í leikinn, þeir gerðu það í dag og refsuðu okkur skelfilega í dag,'' sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, eftir 4-2 tap gegn Þór í Lengjudeild karla.

Lestu um leikinn: Þór 4 -  2 Grótta

Gróttumenn komu talsvert kraftmeiri til leiks í seinni hálfleik þegar þeir freistuðu þess að komast aftur inn í leikinn, en Ásgeir Marinó kom Þór í 4-0 á 55. mínútu eftir vandræðagang í vörn Gróttu og gekk endanlega frá leiknum.

„Við lágum dálítið á þeim til að byrja með í seinni, en Þórsarar fá skyndisókn og skora ódýrt mark. Það setur punktinn yfir i-ið fyrir þá og þeir bakka svolítið niður. Við komumst aðeins á lagið, náum að skora tvö mörk og reyndum eins og við gátum, en því miður þá var það of seint.''

Eftir þrjá sigra í röð að þá er Gróttu kippt niður á jörðina af sprækum Þórsurum. Næsti leikur Gróttu er á Ísafirði gegn Vestra. Virkilega öflug stuðningsmannasveit fylgdi Gróttu og hvatti þá dyggilega sama hvað gekk á. Ágúst var ánægður með sitt fólk.

„Stuðningsmenn okkar eru æðislegir og studdu okkur vel. Þeir náðu því miður ekki að styðja okkur til sigurs, en frábært að fá svona stuðnings. Næsti leikur er á móti Vestra fyrir vestan og vonandi mæta einhverjir þar,'' sagði Ágúst Gylfason.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner