Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   fös 23. júlí 2021 21:03
Daníel Smári Magnússon
Ágúst Gylfason: Tapaðist í fyrri hálfleik
Lengjudeildin
Ágúst var ósáttur með orkuleysi sinna manna.
Ágúst var ósáttur með orkuleysi sinna manna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta tapaðist í raun bara í fyrri hálfleik hjá okkur. Við mættum bara ekki til leiks, vorum orkulausir og vanalega með orkumikið lið. Við reyndum kannski, en við komumst ekki alveg nógu vel upp úr sporunum. Þórsarar gengu á lagið. Við vitum að Þórsliðið er baráttulið og gefa 100% í leikinn, þeir gerðu það í dag og refsuðu okkur skelfilega í dag,'' sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, eftir 4-2 tap gegn Þór í Lengjudeild karla.

Lestu um leikinn: Þór 4 -  2 Grótta

Gróttumenn komu talsvert kraftmeiri til leiks í seinni hálfleik þegar þeir freistuðu þess að komast aftur inn í leikinn, en Ásgeir Marinó kom Þór í 4-0 á 55. mínútu eftir vandræðagang í vörn Gróttu og gekk endanlega frá leiknum.

„Við lágum dálítið á þeim til að byrja með í seinni, en Þórsarar fá skyndisókn og skora ódýrt mark. Það setur punktinn yfir i-ið fyrir þá og þeir bakka svolítið niður. Við komumst aðeins á lagið, náum að skora tvö mörk og reyndum eins og við gátum, en því miður þá var það of seint.''

Eftir þrjá sigra í röð að þá er Gróttu kippt niður á jörðina af sprækum Þórsurum. Næsti leikur Gróttu er á Ísafirði gegn Vestra. Virkilega öflug stuðningsmannasveit fylgdi Gróttu og hvatti þá dyggilega sama hvað gekk á. Ágúst var ánægður með sitt fólk.

„Stuðningsmenn okkar eru æðislegir og studdu okkur vel. Þeir náðu því miður ekki að styðja okkur til sigurs, en frábært að fá svona stuðnings. Næsti leikur er á móti Vestra fyrir vestan og vonandi mæta einhverjir þar,'' sagði Ágúst Gylfason.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner