Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   fös 23. júlí 2021 21:03
Daníel Smári Magnússon
Ágúst Gylfason: Tapaðist í fyrri hálfleik
Lengjudeildin
Ágúst var ósáttur með orkuleysi sinna manna.
Ágúst var ósáttur með orkuleysi sinna manna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta tapaðist í raun bara í fyrri hálfleik hjá okkur. Við mættum bara ekki til leiks, vorum orkulausir og vanalega með orkumikið lið. Við reyndum kannski, en við komumst ekki alveg nógu vel upp úr sporunum. Þórsarar gengu á lagið. Við vitum að Þórsliðið er baráttulið og gefa 100% í leikinn, þeir gerðu það í dag og refsuðu okkur skelfilega í dag,'' sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, eftir 4-2 tap gegn Þór í Lengjudeild karla.

Lestu um leikinn: Þór 4 -  2 Grótta

Gróttumenn komu talsvert kraftmeiri til leiks í seinni hálfleik þegar þeir freistuðu þess að komast aftur inn í leikinn, en Ásgeir Marinó kom Þór í 4-0 á 55. mínútu eftir vandræðagang í vörn Gróttu og gekk endanlega frá leiknum.

„Við lágum dálítið á þeim til að byrja með í seinni, en Þórsarar fá skyndisókn og skora ódýrt mark. Það setur punktinn yfir i-ið fyrir þá og þeir bakka svolítið niður. Við komumst aðeins á lagið, náum að skora tvö mörk og reyndum eins og við gátum, en því miður þá var það of seint.''

Eftir þrjá sigra í röð að þá er Gróttu kippt niður á jörðina af sprækum Þórsurum. Næsti leikur Gróttu er á Ísafirði gegn Vestra. Virkilega öflug stuðningsmannasveit fylgdi Gróttu og hvatti þá dyggilega sama hvað gekk á. Ágúst var ánægður með sitt fólk.

„Stuðningsmenn okkar eru æðislegir og studdu okkur vel. Þeir náðu því miður ekki að styðja okkur til sigurs, en frábært að fá svona stuðnings. Næsti leikur er á móti Vestra fyrir vestan og vonandi mæta einhverjir þar,'' sagði Ágúst Gylfason.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir