Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fös 23. ágúst 2019 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lemina söðlar líklega um fyrir gluggalok 2. september
Mario Lemina, miðjumaður Southampton, er væntanlega á förum frá félaginu fyrir 2. september.

Félagaskiptaglugginn á Englandi lokaði fyrr í þessum mánuði en hann lokar ekki fyrr en 2. september á Spáni, Frakklandi og í Þýskalandi.

Hinn 25 ára gamli Lemina virðist ekki vera í plönum Ralph Hasenhuttl, knattspyrnustjóra Southampton. Hann var orðaður við Manchester United, Everton og Wolves áður en félagaskiptaglugginn á Englandi lokaði.

„Hann er einn af þeim sem líklegt er að fari eitthvert annað. Það eru nokkrir möguleikar fyrir hann," sagði Hasenhuttl um Lemina.

Southampton heimsækir Brighton á morgun í ensku úrvalsdeildinni, en liðið er án stiga eftir fyrstu tvo leikina.
Athugasemdir
banner