Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 23. september 2020 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Neymar kynnti Richarlison sem leikmann tímabilsins hjá Everton
Brasilíski framherjinn Richarlison var valinn sem besti leikmaður síðasta tímabils hjá Everton eftir harða samkeppni við franska bakvörðinn Lucas Digne.

Everton kynnti niðurstöðuna í morgun með myndbandi þar sem enginn annar en Neymar afhendir landsliðsfélaga sínum verðlaunastyttuna.

Hinn 23 ára gamli Richarlison skoraði 15 mörk í 41 leik fyrir Everton á síðustu leiktíð, auk þess að leggja fjögur upp.

Carlo Ancelotti hefur gert miklar breytingar á miðju Everton en Richarlison er enn með byrjunarliðssæti á kantinum og er kominn með tvær stoðsendingar eftir tvær fyrstu umferðir nýs úrvalsdeildartímabils.

Richarlison hefur skorað 6 mörk í 19 landsleikjum með Brasilíu.


Athugasemdir