mið 23. október 2019 15:45
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Ajax og Chelsea: Lampard gerir eina breytingu
Christian Pulisic er áfram á bekknum.
Christian Pulisic er áfram á bekknum.
Mynd: Getty Images
Chelsea heimsækir Ajax í Meistaradeildinni klukkan 16:55. Ajax er á toppi H-riðils með sex stig eftir tvær umferðir en Chelsea er með þrjú stig.

Chelsea þarf að stöðva Quincy Promes en sóknarmaðurinn hefur verið funheitur með Ajax eftir að hafa verið fenginn frá Sevilla í sumar.

Hjá Chelsea eru Ross Barkley og N'Golo Kante á meiðslalistanum og ferðuðust ekki til Amsterdam. Barkley ætti að snúa aftur til æfinga á morgun og Chelsea vonast til að Kante geti spilað gegn Burnley um komandi helgi.

Miðverðirnir Andreas Christensen og Antonio Rudiger eru einnig á meiðslalista Chelsea.

Frank Lampard er með sama byrjunarlið og vann 1-0 sigur gegn Newcastle um liðna helgi í ensku úrvalsdeildinni, fyrir utan að Mateo Kovacic kemur inn fyrir Barkley.



Byrjunarlið Ajax: Onana; Dest, Veltman, Blind, Tagliafico; Martínez, Edson Álvarez; Ziyech, Van der Beek, Promes; Tadic

Byrjunarlið Chelsea: Kepa; Azpilicueta, Zouma, Tomori, Marcos Alonso; Kovacic, Jorginho, Mount; Willian, Abraham, Hudson-Odoi.

Leikir dagsins í Meistaradeildinni:

E-riðill:
19:00 Genk - Liverpool (Stöð 2 Sport 2)
19:00 Salzburg - Napoli (Stöð 2 Sport 3)

F-riðill:
19:00 Inter - Dortmund (Stöð 2 Sport 4)
19:00 Slavia Prag - Barcelona (Stöð 2 Sport 5)

G-riðill:
16:55 RB Leipzig - Zenit
19:00 Benfica - Lyon

H-riðill:
16:55 Ajax - Chelsea (Stöð 2 Sport 2)
19:00 Lille - Valencia


Athugasemdir
banner
banner