Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 23. október 2020 21:53
Brynjar Ingi Erluson
Holland: Elías Már tryggði sigur með flautumarki
Elías Már er funheitur með Excelsior
Elías Már er funheitur með Excelsior
Mynd: Getty Images
Elías Már Ómarsson heldur áfram að skora í hollensku B-deildinni en hann gerði sigurmark Excelsior er liðið vann Den Bosch, 1-0. Þetta var tíunda markið sem Elías skorar á tímabilinu.

Keflvíkingurinn hafði skorað níu mörk í deildinni fyrir þennan leik en Den Bosch spiluðu manni færri síðustu 35 mínúturnar eftir að Brem Soumaoro fékk að líta sitt annað gula spjald á 55. mínútu.

Elías Már gerði sigurmark Excelsior í uppbótartíma síðari hálfleiks og tryggði þar með sigur og er áfram markahæsti leikmaður deildarinnar með tíu mörk.

Excelsior er í 9. sæti með 13 stig. Kristófer Ingi Kristinsson kom þá inná á 77. mínútu er unglinga- og varalið PSV tapaði De Graafschap 2-1.

Jong PSV er í 13. sæti með 10 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner