Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 24. janúar 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Danny Rose eftirsóttur
Vinstri bakvörðurinn Danny Rose gæti verið á förum frá Tottenham áður en félagaskiptaglugginn lokar eftir viku.

Sex félög í ensku úrvalsdeildinni vilja fá Rose á láni en þar má nefna Bournemouth, Newcastle og Watford.

Tottenham vill helst selja Rose eða lána hann út tímabilið með klásúlu um að hann verði seldur í sumar.

Hinn 29 ára gamli Rose virðist vera úti í kuldanum hjá Jose Mourinho stjóra Tottenham og hann gæti farið annað á næstu dögum.
Athugasemdir
banner