Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 24. janúar 2022 10:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar vildi ekki tjá sig um Mikkel Qvist sem sagður er á leið í Breiðablik
Marki fagnað með KA.
Marki fagnað með KA.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Elfar verið lengi frá vegna meiðsla.
Elfar verið lengi frá vegna meiðsla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski miðvörðurinn Mikkel Qvist var í hlaðvarpsþættinum Dr. Football sterklega orðaður við Breiðablik.

Qvist hefur leikið með KA á láni frá Horsens undanfarin ár, allt tímabilið 2020 og seinni hluta tímabilsins 2021. Samningur Qvist við Horsens í Danmörku rennur út í sumar en hann hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net verið boðinn út til íslenskra félaga að undanförnu.

Auk Breiðabliks hafa ÍA, KA og HK verið nefnd þegar kemur að Qvist. Qvist er 28 ára gamall og sagði Hjörvar Hafliðason í þætti sínum í gær að hann væri á leið í Breiðablik en segist ekki hafa fengið staðfestingu frá stjórn Breiðabliks.

Vildi ekki tjá sig um leikmann annars félags
„Hann er leikmaður AC Horsens og get ekki tjáð mig um leikmenn sem eru samningsbundnir öðrum liðum. Það bara passar ekki," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.

Elfar vonandi að ná sér
„Við erum alltaf að skoða eins og ég hef áður sagt, endalaust að skoða hópinn og reyna styrkja hann. Við misstum Róbert Orra Þorkelsson í fyrra og Elfar Freyr Helgason var í sprautu í síðustu viku. Vonandi byrjar hann að æfa á miðvikudaginn, vonandi fær hann fullkomlega bót meina sinna. Hann er búinn að vera lengi frá."

Elfar spilaði ekkert á síðasta tímabili með Breiðabliki vegna meiðsla.

Hafa ekki rætt við Adam um samning
„Adam hefur æft með okkur en við höfum svo sem ekkert rætt um mögulegan samning. Hann er flottur leikmaður, góður náungi og gott að hafa hann á æfingum," sagði Óskar.

Adam Örn Arnarson er uppalinn Bliki, er 26 ára hægri bakvörður sem lék síðast með Tromsö í Noregi.

Adam á leið í FH?
FH reynir að fá Adam Örn - Blikar ekkert að æsa sig
Athugasemdir
banner
banner
banner