Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 24. febrúar 2024 13:11
Aksentije Milisic
Heimild: Rúv 
Mál Alberts fellt niður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Héraðssaksóknari hefur fellt niður kynferðisbrotamál á hendur Alberti Guðmundssyni en þetta staðfesti Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Alberts, við Rúv.


Málið kom upp í ágúst á síðasta ári en Albert sjálfur gaf út yfirlýsingu og sagðist vera saklaus. Hann hefur ekki verið valinn í íslenska landsliðið síðan málið kom upp en hann hefur verið í fullu fjöri með Genoa á Ítalíu.

Vilhjálmur segir að ástæða þess að héraðssaksóknari hafi látið málið falla niður sé vegna þess að það hafi ekki þótt líklegt til sakfellingar. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, staðfesti þá við Rúv að málið hafi verið fellt niður.

Kærandi hefur nú mánuð til að ákveða hvort ákvörðun Héraðssaksóknara verður kærð til Ríkissaksóknara en ekki er vitað hvort það verði gert.

Albert verður í eldlínunni í kvöld í Serie A deildinni þegar Genoa mætir Udinese. Ísland mun spila við Ísrael þann 21. mars í undanúrslitum um laust sæti á EM í Þýskalandi næsta sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner